Nýlega stofnaði stjórn Tilveru, samtök um ófrjósemi, styrktarsjóð en í þann sjóð fer öll sala af lyklakippu sem Hlín Reykdal hannaði fyrir samtökin. Hægt er að sjá lyklakippuna á heimasíðu samtakanna www.tilvera.is. Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja árlega nokkra félagsmenn vegna kostnaðar við óniðurgreiddar glasameðferðir.
24. október 2017 verður haldinn aðalfundur samtakanna í sal Icepharma að Lynghálsi 13, klukkan 20. Á þeim fundi verður í fyrsta sinn dregnir út tveir 50.000kr styrkir. Búið er að opna fyrir umsóknir og hvetjum við alla, sem uppfylla skilyrðin sem má sjá hér að neðan, til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 16 október. Hver getur sótt um? • Allir Félagsmenn Tilveru sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2017 – 2018 og hafa farið í óniðurgreidda glasa- eða smásjármeðferð á tímabilinu mars 2017 til oktober 2017. Skilgreining á óniðurgreiddri glasa- eða smásjármeðferð: Heil meðferð þar sem ríkið tekur ekki þátt í að niðurgreiða meðferð, ss fyrsta meðferð, meðferð númer 5 + og/eða ef par á saman barn. Ekki er átt við uppsetningu á frystum fósturvísum. Hvernig get ég sótt um? Sendu nöfn og kennitölur ykkar beggja ásamt afriti af kvittun á póstfangið [email protected]. Vinsamlegast takið fram hversu margar meðferðir þú/þið hafið farið í. ATH enn er möguleiki á að gerast félagsmaður og sækja um. Comments are closed.
|
Tilvera, samtök um ófrjósemi
Sigtún 42, 105 Reykjavík kt. 421089-2489 Rnr. 0327-26-000491 [email protected] |
|