Tæknifrjóvganir
Þegar par hefur verið greint með ófrjósemi tekur oftast nær við einhvers konar meðferð við henni. Þessi meðferð er sniðin að hverju pari fyrir sig en aðallega eru það þrjár meðferðir sem valið er um. Tæknisæðingar og glasafrjóvganir eru algengustu meðferðirnar á meðferðarstofum í dag. Sum pör þurfa á smásjárfrjóvgun að halda, en það er oftast nær eina lausnin ef karlmaðurinn er með mjög lélegt sæði.
Minnislisti fyrir tæknifrjóvgun
Áður en að tæknifrjóvgun kemur, er nauðsynlegt að gefa sér nokkra mánuði til undirbúnings áður en haft er samband við meðferðastofu til að athuga hvort hægt er að komast að. Nauðsynlegt er að gera nokkrar rannsóknir á pari sem undirgengst tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þær geta tekið tíma og þess vegna er nauðsynlegt að hugsa fram í tímann ef meðferðir af þessu tagi eru á teikniborðinu. Dæmi um rannsóknir sem fólk þarf að undirgangast áður en að tæknifrjóvgun kemur:
Blóðrannsókn fyrir konuna þar sem athugað er magn helstu hormóna sem hafa áhrif á tíðahringinn
Sæðisrannsókn fyrir karlmanninn
Bæði þurfa að undirgangast eyðnipróf og próf fyrir lifrarbólgu C.
Verið getur að það þurfi að senda parið í próf fyrir öðrum kynsjúkdómum, s.s. lekanda, klamydiu eða sárasótt
Konan þarf að undirgangast mótefnamælingu gegn rauðum hundum.
Blóðrannsókn tekur yfirleitt skamman tíma, um það bil viku eða jafnvel skemur. Einnig er fljótlegt að framkvæma sæðispróf. Best er að tala við lækninn og fá upplýsingar frá honum um hve lengi þarf að bíða eftir sæðisprófi og niðurstöðum úr því. Sama gildir um niðurstöður úr prófum fyrir kynsjúkdómum.
Einnig er mjög mikilvægt að spyrja lækninn sinn út í áætlanir hans vegna fyrirhugaðra meðferða um leið og það liggur fyrir að þið þurfið tæknifrjóvgun. Fáið greinargóðar upplýsingar um hvaða rannsóknir hann telur að þið þurfið að fara í áður. Verið getur að hann telji ykkur þurfa fleiri rannsóknir en tilgreindar eru hér. Fáið einnig á hreint hvenær þið getið farið í rannsóknirnar og hve langan tíma tekur að fá niðurstöðu úr þeim. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ónauðsynleg vonbrigði og enn meiri bið eftir meðferðum en nauðsynlegt er.
Minnislisti fyrir tæknifrjóvgun
Áður en að tæknifrjóvgun kemur, er nauðsynlegt að gefa sér nokkra mánuði til undirbúnings áður en haft er samband við meðferðastofu til að athuga hvort hægt er að komast að. Nauðsynlegt er að gera nokkrar rannsóknir á pari sem undirgengst tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þær geta tekið tíma og þess vegna er nauðsynlegt að hugsa fram í tímann ef meðferðir af þessu tagi eru á teikniborðinu. Dæmi um rannsóknir sem fólk þarf að undirgangast áður en að tæknifrjóvgun kemur:
Blóðrannsókn fyrir konuna þar sem athugað er magn helstu hormóna sem hafa áhrif á tíðahringinn
Sæðisrannsókn fyrir karlmanninn
Bæði þurfa að undirgangast eyðnipróf og próf fyrir lifrarbólgu C.
Verið getur að það þurfi að senda parið í próf fyrir öðrum kynsjúkdómum, s.s. lekanda, klamydiu eða sárasótt
Konan þarf að undirgangast mótefnamælingu gegn rauðum hundum.
Blóðrannsókn tekur yfirleitt skamman tíma, um það bil viku eða jafnvel skemur. Einnig er fljótlegt að framkvæma sæðispróf. Best er að tala við lækninn og fá upplýsingar frá honum um hve lengi þarf að bíða eftir sæðisprófi og niðurstöðum úr því. Sama gildir um niðurstöður úr prófum fyrir kynsjúkdómum.
Einnig er mjög mikilvægt að spyrja lækninn sinn út í áætlanir hans vegna fyrirhugaðra meðferða um leið og það liggur fyrir að þið þurfið tæknifrjóvgun. Fáið greinargóðar upplýsingar um hvaða rannsóknir hann telur að þið þurfið að fara í áður. Verið getur að hann telji ykkur þurfa fleiri rannsóknir en tilgreindar eru hér. Fáið einnig á hreint hvenær þið getið farið í rannsóknirnar og hve langan tíma tekur að fá niðurstöðu úr þeim. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ónauðsynleg vonbrigði og enn meiri bið eftir meðferðum en nauðsynlegt er.