Kynsjúkdómar og ófrjósemi
Allir þeir sem hafa fengið kynsjúkdómana klamydíu eða lekanda einhvern tímann á ævinni eiga það á hættu að stríða við ófrjósemi síðar á ævinni. Áhættan er því meiri sem sýkingin hefur verið útbreiddari og verið lengur til staðar í líkamanum áður en hún var uppgötvuð og meðferð hafin.
Klamydía
Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis) og er algengasti kynsjúkdómur í Evrópu. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið undanfarin ár og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Talið er að um 1 af hverjum 10 manneskjum sem fá klamydíu verði ófrjóar af völdum sýkingarinnar.
Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga sem fyrr segir leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs auk annarra fylgikvilla.
Greining á klamydíu er gerð með þvagprufu.
LekandiLekandi er sýking sem orsakast af bakteríu (Neisseria gonorrhoeae). Lekandi hefur verið á undanhaldi undanfarin ár, bæði á Íslandi og í grannlöndum okkar. Þó greinast einhverjir með sjúkdóminn hérlendis á ári hverju.
Ef ekki er brugðist skjótt við sjúkdómnum er hætta á að lekandasýkillinn breiðist út til eggjaleiðara hjá konum og valdi þar bólgu og ófrjósemi. Talið er að um 15% af öllum bólgum í eggjaleiðurum megi rekja til lekanda. Hjá körlum getur þvagrásarbólgan leitt til eistnabólgu og stundum ófrjósemi. Fyrir kemur, einkum hjá konum, að bakterían komist út í blóðið og valdi langdregnum hita, liðbólgum og húðútbrotum.
Mikilvægt er að þau pör sem hafa fengið kynsjúkdómana lekanda eða klamydíu láti lækninn sinn vita af sýkingunni svo hægt sé að rannsaka hvort sýkingin hefur haft slæm áhrif á frjósemina eða ekki. Hægt er að taka röntgen mynd af eggjaleiðurum til að athuga hvort þeir eru stíflaðir og/eða bólgnir.
Upplýsingar á þessari síðu eru fengnar af heimasíðu landlæknis og upplýsingum frá CHILD, systursamtökum Tilveru í Bretlandi.
Klamydía
Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis) og er algengasti kynsjúkdómur í Evrópu. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið undanfarin ár og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Talið er að um 1 af hverjum 10 manneskjum sem fá klamydíu verði ófrjóar af völdum sýkingarinnar.
Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga sem fyrr segir leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs auk annarra fylgikvilla.
Greining á klamydíu er gerð með þvagprufu.
LekandiLekandi er sýking sem orsakast af bakteríu (Neisseria gonorrhoeae). Lekandi hefur verið á undanhaldi undanfarin ár, bæði á Íslandi og í grannlöndum okkar. Þó greinast einhverjir með sjúkdóminn hérlendis á ári hverju.
Ef ekki er brugðist skjótt við sjúkdómnum er hætta á að lekandasýkillinn breiðist út til eggjaleiðara hjá konum og valdi þar bólgu og ófrjósemi. Talið er að um 15% af öllum bólgum í eggjaleiðurum megi rekja til lekanda. Hjá körlum getur þvagrásarbólgan leitt til eistnabólgu og stundum ófrjósemi. Fyrir kemur, einkum hjá konum, að bakterían komist út í blóðið og valdi langdregnum hita, liðbólgum og húðútbrotum.
Mikilvægt er að þau pör sem hafa fengið kynsjúkdómana lekanda eða klamydíu láti lækninn sinn vita af sýkingunni svo hægt sé að rannsaka hvort sýkingin hefur haft slæm áhrif á frjósemina eða ekki. Hægt er að taka röntgen mynd af eggjaleiðurum til að athuga hvort þeir eru stíflaðir og/eða bólgnir.
Upplýsingar á þessari síðu eru fengnar af heimasíðu landlæknis og upplýsingum frá CHILD, systursamtökum Tilveru í Bretlandi.