Saga Tilveru
|
Fyrstu árin
Tilvera, samtök gegn ófrjósemi var stofnuð 19. nóvember 1989. Framhaldsstofnfundur var haldinn 10. febrúar 1990 þar sem lög félagsins voru samþykkt. Stofnendur voru pör sem fóru í tæknifrjóvgun til Bourn Hall Clinic í Bretlandi. Starfið var öflugt fyrstu árin en fór minnkandi eftir að Glasafrjóvgunardeild Landspítalans tók til starfa árið 1991. Félagið var þó áfram virkt og starfið rifið upp að nýju 1995 með tilkomu nýrra félagsmanna. Þá var stjórnarmönnum fjölgað úr þremur í fimm og tvo varamenn. Auglýsingastofa Reykjavíkur gaf merki félagsins og unnið var að gerð bæklings um ófrjósemi. Stjórnin kom að undirbúningi reglugerðar um frystingu fósturvísa. Tilgangur félagsins var að afla upplýsinga um ófrjósemi og meðferðarúrræði við henni og auðvelda fólki aðgang að þeim upplýsingum. Helsta baráttumál félagsins á þessum tíma var að aðstaða Glasafrjóvgunardeildar LSP yrði stækkuð og bætt. Einn maður úr stjórn Tilveru sat í nefnd sem skipuð var af þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðmundi Árna Stefánssyni. Sú nefnd skilaði þeim árangri að deildin var stækkuð seinnihluta árs 1996. 2002-2007 Starfsemi félagsins var í nokkurri lægð eftir stækkun deildarinnar, en lífi var aftur blásið í félagið árið 2002 og tók þá við öflugt kynningarstarf. Meðal annars var heimasíða félagsins stofnuð, styrkja var leitað til útgáfu bæklings um ófrjósemi sem kom svo út þetta ár. Einnig voru gefin út fréttabréf til félagsmanna. Árið 2003 var vinnu við heimasíðuna haldið áfram bæði með því að auka fræðsluefni á síðunni sem og bæta við spjallborði. Vorið 2004 kom upp ágreiningur um rekstur glasafrjóvgunardeildar Landspítalans. Í kjölfarið var deildin lögð niður og ART Medica stofnað. Meðan á þessum breytingum stóð hvatti stjórn félagsins til að lausn yrði fundin sem fyrst þar sem óvissan hafði mikil áhrif á félagsmenn. Eins og gengur og gerist með félög sem þetta þar sem stjórnarseta er sjálfboðastarf, sem oft felur í sér töluverða vinnu, þá fór félagið aftur í gegnum rólegt tímabil í nokkur ár, en í desember 2004 var félagið rifið upp enn einu sinni og hefur starfið verið öflugt og óslitið síðan. Áhersla hefur verið á hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og fræðslu um ófrjósemi bæði til félagsmanna, aðstandenda þeirra og almennings. Til að byrja með var heimasíða félagsins breytt og bætt, sótt um styrki til útgáfu efnis um ófrjósemi en lítið sem ekkert efni hefur verið til um ófrjósemi á íslensku og starfsemi félagsins komið í fastar skorður. Á aðalfundi haustið 2007 var samþykkt að breyta nafni félagsins úr Tilvera, samtök gegn ófrjósemi í Tilvera, samtök um ófrjósemi. Ástæða nafnabreytingarinnar var sú að stjórnarmönnum þótti fyrra nafnið fela í sér að samtökin væru á móti ófrjósemi, sem er einkennilegt orðalag þegar um sjúkdóm er að ræða. 2008-2017 Í vinnslu Í febrúar 2010 var haldið upp á 20 ára afmæli Tilveru með veglegu afmælisþingi. Bókin - ákveðið var að ráðast í að þýða bók um ófrjósemi, ca 2006 Erlent samstarf - gengið í Fertility Europe 2011 Reykjavíkurmaraþon ca 2009-2010 Í febrúar 2010 var haldið upp á 20 ára afmæli Tilveru með veglegu afmælisþingi á Háskólatorgi. Á aðalfundi félagsins 26. október 2016 var samþykkt að breyta lögum félagsins þannig að bæta mætti við þriðja varamanninum þætti ástæða til og var það gert. |
Tilvera, samtök um ófrjósemi
Sigtún 42, 105 Reykjavík kt. 421089-2489 Rnr. 0327-26-000491 [email protected] |
|