Snemmbúin tíðahvörf
Snemmbúið breytingaskeið verður þegar konur hætta á blæðingum áður en 40 ára aldri er náð. Þetta ástand er kallað Premature Ovarian Failure á enskri tungu eða snemmbúin vanvirkni í eggjastokkum, í lauslegri þýðingu. Oftast nær koma fram einhver merki þess að breytingaskeiðið sé á næsta leiti áður en frjósemisskeiðið er á enda runnið. Slík merki geta verið að blæðingamynstrið breytist. Blæðingar verða ef til vill óreglulegri eða lengra á milli þeirra. Hins vegar gerist það stundum að blæðingar stöðvast upp úr þurru. Eggjastokkarnir hætta að framleiða estrógen og því geta einkenni estrógenskorts látið á sér kræla, svo sem hitakóf, þurrkur í leggöngum og skapsveiflur. Eggjastokkarnir hætta líka að þroska og losa egg og þess vegna er afskaplega ólíklegt að konan verði þunguð þegar svona stendur á.
Ástæður snemmbúinna tíðahvarfa og vanvirkni eggjastokka
Ekki er alltaf hægt að finna skýringu á snemmbúinni vanvirkni eggjastokka og tíðahvörfum í framhaldi af henni. Snemmbúin tíðahvörf geta verið ættgeng, þannig að dætur byrja á breytingaskeiðinu á svipuðum aldri og móðir þeirra gerði á sínum tíma. Sumar konur hafa erfðagalla sem hefur þessi áhrif á starfsemi eggjastokkana og sumar konur hafa sjálfsónæmi sem hefur þessi áhrif á eggjastokkana. Fáeinar konur sem svona er ástatt um hafa fengið veirusýkingu í eggjastokkana sem hefur þessar afleiðingar. Eggjastokkarnir taka sjaldnast við sér og byrja að starfa eðlilega aftur af sjálfsdáðum. Rannsóknir á konum sem eru með snemmbúna vanvirkni í eggjastokkum sýna að fæstar þeirra hafa aftur reglulegt egglos án hjálpar.
Vísbendingar um og greining á vanvirkum eggjastokkum
Sumar konur fá langa tíðahringi þar sem eggjastokkarnir minnka starfsemi sína smám saman fremur en að þeir hætti henni snögglega. Egglos getur orðið af og til þegar svona háttar til. Þetta ástand er kallað resistant ovarian syndrome sem þýðir að eggjastokkarnir svara illa þeim tveimur hormónum sem heiladingullinn seytir til að hvetja eggjastokkana til að þroska egg og mynda estrógen.
Þessi tvö hormón eru FSH (eggbúsörvandi hormón) og LH (gulbússtýrihormón) og þegar líður að tíðahvörfum er magn þessara tveggja hormóna mjög hátt í blóðinu þar sem heiladingullinn er að reyna að koma starfsemi eggjastokkanna í gang á ný. Þess vegna eru snemmbúin tíðahvörf greind með að minnsta kosti tveimur blóðprufum þar sem mælt er magn LH og FSH. Oftast nær er líka athugað með önnur hormón í blóðprufunni, svo sem thyroxín (skjaldkirtilshormón), prólaktín (mjólkurhormón) og stundum líka estradiol, sem er sú tegund estrógens sem verður til í eggjastokkunum. Erlendis er mikið farið að athuga með AMH (e. Anti Müllerian Hormone) en það hjálpar til við greiningu á PCOS og snembúnum tíðarhvörfum.
Meðferð vegna vanvirkni eggjastokka
Þegar svo háttar til, eins og hjá konum með snemmbúin tíðahvörf, að eggjastokkarnir svara ekki FSH og LH sem kemur frá heiladinglinum þýðir ekki heldur að gefa þessi hormón á annan hátt eins og gert er þegar verið er að örva egglos hjá konum þar sem vandamálið felst í samskiptum heiladinguls og eggjastokka. Staðreyndin er því miður sú að í dag er engin leið fær til þess að koma eggjastokkum sem komnir eru inn í tíðahvörf eða hafa ekki fulla virkni aftur í gang. Konur með snemmbúin tíðahvörf þurfa að undirgangast sérstaka lyfjagjöf þar sem þær fá viðbótarskammt af estradioli og prógesteróni. Þannig er reynt að líkja eftir eðlilegum tíðahring.
Uppbótarhormónameðferð
Estrógengjöf er mikilvæg til þess að koma í veg fyrir óþægindi af völdum estrógenskorts sem lýst hefur verið hér að ofan sem og til þess að minnka hættuna á slæmum langtímaáhrifum, svo sem beinþynningu. Sá möguleiki er til staðar að egglos verði á meðan hormónameðferð stendur þótt slíkt sé mjög óalgengt.
Ef konur eru með minnkaða starfsemi eggjastokka og undirgangast frjósemismeðferðir eru líkur þeirra talsvert minni en hjá öðrum þar sem egggæðin geta verið minni vegna aldurs og þau frjóvgast verr. Ekki síst skilar eggheimta fáum eggjum vegna þess hve eggjastokkarnir svara illa meðferð og því eru möguleikar á árangri ekki jafn miklir og ella.
Meðferðir með gjafaeggjum
Annar möguleiki til að eignast barn er að undirgangast glasafrjóvgunarmeðferð með gjafaeggjum. Meðferð með gjafaeggjum gefur konum sem svona er ástatt um betri von um árangur en áður. Ef par kýs að finna sér egggjafa er rétt að taka fram að egggjafi verður samkvæmt íslenskum reglum að vera undir 35 ára aldri og eiga barn fyrir. Þá verður egggjafi að vera heilbrigður og má ekki bera neina þekkta erfðasjúkdóma. Þrátt fyrir að vitað sé að frjósemi kvenna skerðist mjög þegar þær eru orðnar 35 eru þekkt dæmi þess að eggþegar hafi útvegað sjálfir egggjafa sem hafa náð 35 ára aldri og undirgengist meðferðir með eggjum frá þeim, en sú áhætta er nokkuð sem eggþegi þarf að gera upp við sjálfan sig hvort hann vill taka.
Byggt m.a. á bæklingnum „Premature Ovarian Failure“ frá CHILD, bresku systursamtökum Tilveru.
Snemmbúið breytingaskeið verður þegar konur hætta á blæðingum áður en 40 ára aldri er náð. Þetta ástand er kallað Premature Ovarian Failure á enskri tungu eða snemmbúin vanvirkni í eggjastokkum, í lauslegri þýðingu. Oftast nær koma fram einhver merki þess að breytingaskeiðið sé á næsta leiti áður en frjósemisskeiðið er á enda runnið. Slík merki geta verið að blæðingamynstrið breytist. Blæðingar verða ef til vill óreglulegri eða lengra á milli þeirra. Hins vegar gerist það stundum að blæðingar stöðvast upp úr þurru. Eggjastokkarnir hætta að framleiða estrógen og því geta einkenni estrógenskorts látið á sér kræla, svo sem hitakóf, þurrkur í leggöngum og skapsveiflur. Eggjastokkarnir hætta líka að þroska og losa egg og þess vegna er afskaplega ólíklegt að konan verði þunguð þegar svona stendur á.
Ástæður snemmbúinna tíðahvarfa og vanvirkni eggjastokka
Ekki er alltaf hægt að finna skýringu á snemmbúinni vanvirkni eggjastokka og tíðahvörfum í framhaldi af henni. Snemmbúin tíðahvörf geta verið ættgeng, þannig að dætur byrja á breytingaskeiðinu á svipuðum aldri og móðir þeirra gerði á sínum tíma. Sumar konur hafa erfðagalla sem hefur þessi áhrif á starfsemi eggjastokkana og sumar konur hafa sjálfsónæmi sem hefur þessi áhrif á eggjastokkana. Fáeinar konur sem svona er ástatt um hafa fengið veirusýkingu í eggjastokkana sem hefur þessar afleiðingar. Eggjastokkarnir taka sjaldnast við sér og byrja að starfa eðlilega aftur af sjálfsdáðum. Rannsóknir á konum sem eru með snemmbúna vanvirkni í eggjastokkum sýna að fæstar þeirra hafa aftur reglulegt egglos án hjálpar.
Vísbendingar um og greining á vanvirkum eggjastokkum
Sumar konur fá langa tíðahringi þar sem eggjastokkarnir minnka starfsemi sína smám saman fremur en að þeir hætti henni snögglega. Egglos getur orðið af og til þegar svona háttar til. Þetta ástand er kallað resistant ovarian syndrome sem þýðir að eggjastokkarnir svara illa þeim tveimur hormónum sem heiladingullinn seytir til að hvetja eggjastokkana til að þroska egg og mynda estrógen.
Þessi tvö hormón eru FSH (eggbúsörvandi hormón) og LH (gulbússtýrihormón) og þegar líður að tíðahvörfum er magn þessara tveggja hormóna mjög hátt í blóðinu þar sem heiladingullinn er að reyna að koma starfsemi eggjastokkanna í gang á ný. Þess vegna eru snemmbúin tíðahvörf greind með að minnsta kosti tveimur blóðprufum þar sem mælt er magn LH og FSH. Oftast nær er líka athugað með önnur hormón í blóðprufunni, svo sem thyroxín (skjaldkirtilshormón), prólaktín (mjólkurhormón) og stundum líka estradiol, sem er sú tegund estrógens sem verður til í eggjastokkunum. Erlendis er mikið farið að athuga með AMH (e. Anti Müllerian Hormone) en það hjálpar til við greiningu á PCOS og snembúnum tíðarhvörfum.
Meðferð vegna vanvirkni eggjastokka
Þegar svo háttar til, eins og hjá konum með snemmbúin tíðahvörf, að eggjastokkarnir svara ekki FSH og LH sem kemur frá heiladinglinum þýðir ekki heldur að gefa þessi hormón á annan hátt eins og gert er þegar verið er að örva egglos hjá konum þar sem vandamálið felst í samskiptum heiladinguls og eggjastokka. Staðreyndin er því miður sú að í dag er engin leið fær til þess að koma eggjastokkum sem komnir eru inn í tíðahvörf eða hafa ekki fulla virkni aftur í gang. Konur með snemmbúin tíðahvörf þurfa að undirgangast sérstaka lyfjagjöf þar sem þær fá viðbótarskammt af estradioli og prógesteróni. Þannig er reynt að líkja eftir eðlilegum tíðahring.
Uppbótarhormónameðferð
Estrógengjöf er mikilvæg til þess að koma í veg fyrir óþægindi af völdum estrógenskorts sem lýst hefur verið hér að ofan sem og til þess að minnka hættuna á slæmum langtímaáhrifum, svo sem beinþynningu. Sá möguleiki er til staðar að egglos verði á meðan hormónameðferð stendur þótt slíkt sé mjög óalgengt.
Ef konur eru með minnkaða starfsemi eggjastokka og undirgangast frjósemismeðferðir eru líkur þeirra talsvert minni en hjá öðrum þar sem egggæðin geta verið minni vegna aldurs og þau frjóvgast verr. Ekki síst skilar eggheimta fáum eggjum vegna þess hve eggjastokkarnir svara illa meðferð og því eru möguleikar á árangri ekki jafn miklir og ella.
Meðferðir með gjafaeggjum
Annar möguleiki til að eignast barn er að undirgangast glasafrjóvgunarmeðferð með gjafaeggjum. Meðferð með gjafaeggjum gefur konum sem svona er ástatt um betri von um árangur en áður. Ef par kýs að finna sér egggjafa er rétt að taka fram að egggjafi verður samkvæmt íslenskum reglum að vera undir 35 ára aldri og eiga barn fyrir. Þá verður egggjafi að vera heilbrigður og má ekki bera neina þekkta erfðasjúkdóma. Þrátt fyrir að vitað sé að frjósemi kvenna skerðist mjög þegar þær eru orðnar 35 eru þekkt dæmi þess að eggþegar hafi útvegað sjálfir egggjafa sem hafa náð 35 ára aldri og undirgengist meðferðir með eggjum frá þeim, en sú áhætta er nokkuð sem eggþegi þarf að gera upp við sjálfan sig hvort hann vill taka.
Byggt m.a. á bæklingnum „Premature Ovarian Failure“ frá CHILD, bresku systursamtökum Tilveru.