Blöðrur á eggjastokkum (PCOS)
Ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi eru egglosvandamál en þau eru til staðar hjá um 25-30% para. Talið er að um þrjár af hverjum fjórum konum sem hafa óreglulegt egglos hafi sjúkdóminn blöður á eggjastokkum (Polycystic Ovarian Syndrome). Þetta þýðir að blöðrur á eggjastokkum eru ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi.
Hvað eru fjölblöðru eggjastokkar?
Enska heitið, polycystic ovaries þýðir „fjölblöðru eggjastokkar”, eggjastokkar sem innihalda margar blöðrur. Þessi lýsing er þó villandi. Margar konur sjá fyrir sér að eggjastokkarnir þeirra séu sýktir og margar þeirra velta fyrir sér möguleikanum á krabbameini. Mikilvægt er að vekja athygli á því að allir eggjastokkar innihalda „blöðrur“. Þessar blöðrur eru venjulega kallaðar eggbú og eins og nafnið gefur til kynna þá innihalda þau egg konunnar sem svo eiga að losna, eitt (eða tvö) í hverjum tíðahring. Eini munurinn á fjölblöðru eggjastokkum og öðrum eggjastokkum er að fjölblöðru eggjastokkar eru venjulega nokkru stærri en almennt gerist og innihalda tvöfalt fleiri eggbú (sem samt eru eðlileg). Því eru þeir kallaðir fjölblöðróttir. Fjölblöðru eggjastokkar eru í sjálfu sér ekki óeðlilegir. Um ein af hverjum fimm konum hafa fjölblöðru eggjastokka og aðeins lítill hluti af þessum konum á í frjósemisvanda. Læknavísindin hafa enn ekki útskýrt hvað það er sem gerir það að verkum að verkum að sumar konur með fjölblöðru eggjastokka fá sjúkdóminn blöðrur á eggjastokkum (PCOS).
Hvað eru blöðrur á eggjastokkum?
Dæmigerð einkenni kvenna sem hafa blöðrur á eggjastokkum eru að tíðahringurinn verður óeðlilegur. Stundum hætta konur alveg að hafa blæðingar, en algengara er að þær verði óreglulegar og/eða mjög sjaldan. Konur sem svona er ástatt um hafa einnig oft talsvert líkamshár. Hins vegar verður að hafa í huga að þótt aukinn hárvöxtur sé vandamál hjá mörgum konum sem hafa blöðrur á eggjastokkum er hárvöxturinn ekki mjög mikill í mörgum tilfellum. Einnig þarf að hafa í huga að 4 af hverjum 10 konum með blöðrur á eggjastokkum eiga alls ekki við þetta vandamál að stríða.
Sambandið á milli blaðra á eggjastokkum og líkamsfitu er einnig þekkt. Um einn þriðji af þeim konum sem eru með PCOS eru með offituvandamál og rannsóknir benda til þess að efnaskipti kvenna með blöðrur á eggjastokkum séu frábrugðin efnaskiptum annarra kvenna, sem leiðir til þess að þær eru líklegri til að bæta á sig aukakílóum. Það mikilvægasta í þessu sambandi er hins vegar að konur sem eiga við offituvandamál að stríða og hafa PCOS, geta aukið frjósemi sína talsvert með því að léttast.
Hvernig eru konur með PCOS greindar?
Ef kona kemur til læknis og lýsir óreglulegum blæðingum, óvenju löngum tíðahring eða tíðateppu eru blöðrur á eggjastokkum líklegur sökudólgur, sérstaklega ef konan hefur einnig mikið líkamshár. Hægt er að staðfesta hvort um er að ræða blöðrur á eggjastokkum með því að setja konuna í sónar þar sem eggjastokkarnir eru skoðaðir. Blóðprufur eru oftast teknar líka þar sem konur með PCOS sýna oft einkenni um hormónatruflanir og þær truflanir geta haft mikið að segja um það hvort þær hafa eðlilegt egglos eða ekki.
Sem betur fer geta flestar konur sem eiga við frjósemisvandamál af völdum blaðra á eggjastokkum orðið ófrískar þegar þær fá lyfjameðferð til að örva egglos. Fyrsta úrræðið er yfirleitt að setja konuna á Pergotime, en hvaða meðferð sem valin er ætti ekki að hefjast fyrr en búið er að senda karlmanninn í sæðispróf.
Hvaða meðferðir eru í boði?
Pergotime eða önnur “and-estrógen” lyf. Pergotime virkar þannig að það hefur áhrif á estrogen viðtaka í heiladingli og við það örvast losun FSH (Follicle Stimulating Hormone, eggbús örvandi hormón) og LH (Luteinzing Hormone). Pergotime er gefið í töfluformi og er yfirleitt skrifað upp á lyfið í 5 daga eftir að blæðingar hefjast. Um þrjár af hverjum fjórum konum sem eru með blöðrur á eggjastokkum verða ófrískar með notkun á Pergotime. Nauðsynlegt er að fylgjast með konunni á meðan meðferðinni stendur og senda hana í sónar.
Þau 25% kvenna með PCOS sem ekki svara meðferð með Pergotime þurfa að leita sér aðstoðar á meðferðastofum og fara í tæknifrjóvgunarmeðferðir, hvort sem er tæknisæðingu eða glasa-/smásjárfrjóvgun.
Aðrar meðferðir eru meðal annars þannig að „borað“ er gat í yfirborð eggjastokksins (Ovarian Drilling) í gegnum kviðarholsspeglun. Hins vegar er það mat margra sérfræðinga að slíkar aðgerðir eigi ekki að framkvæma nema á þeim konum sem svara ekki lyfjameðferð eða þegar talið er að lyfjameðferð sé ekki valkostur fyrir konuna af heilsufarsástæðum.
Eins og áður segir er mjög mikilvægur þáttur í meðferð við PCOS hjá of feitum konum að borða hollan og hitaeiningasnauðan mat og forðast sérstaklega mjög kolvetnisríka fæðu. Ef konan fylgir slíkum matseðli og tekst að grennast þá svarar hún meðferð mun betur en ella, þar eð lyfjameðferð gengur betur hjá konum sem eru í venjulegum holdum en hjá konum sem stríða við offituvandamál.
Ný stefna á meðferðastofum er á þá leið að þegar konur eru með BMI stuðul hærri en 30, þá eru þær beðnar um að fara í megrun áður en þær komast í meðferð við ófrjósemi sinni.
Hvað eru fjölblöðru eggjastokkar?
Enska heitið, polycystic ovaries þýðir „fjölblöðru eggjastokkar”, eggjastokkar sem innihalda margar blöðrur. Þessi lýsing er þó villandi. Margar konur sjá fyrir sér að eggjastokkarnir þeirra séu sýktir og margar þeirra velta fyrir sér möguleikanum á krabbameini. Mikilvægt er að vekja athygli á því að allir eggjastokkar innihalda „blöðrur“. Þessar blöðrur eru venjulega kallaðar eggbú og eins og nafnið gefur til kynna þá innihalda þau egg konunnar sem svo eiga að losna, eitt (eða tvö) í hverjum tíðahring. Eini munurinn á fjölblöðru eggjastokkum og öðrum eggjastokkum er að fjölblöðru eggjastokkar eru venjulega nokkru stærri en almennt gerist og innihalda tvöfalt fleiri eggbú (sem samt eru eðlileg). Því eru þeir kallaðir fjölblöðróttir. Fjölblöðru eggjastokkar eru í sjálfu sér ekki óeðlilegir. Um ein af hverjum fimm konum hafa fjölblöðru eggjastokka og aðeins lítill hluti af þessum konum á í frjósemisvanda. Læknavísindin hafa enn ekki útskýrt hvað það er sem gerir það að verkum að verkum að sumar konur með fjölblöðru eggjastokka fá sjúkdóminn blöðrur á eggjastokkum (PCOS).
Hvað eru blöðrur á eggjastokkum?
Dæmigerð einkenni kvenna sem hafa blöðrur á eggjastokkum eru að tíðahringurinn verður óeðlilegur. Stundum hætta konur alveg að hafa blæðingar, en algengara er að þær verði óreglulegar og/eða mjög sjaldan. Konur sem svona er ástatt um hafa einnig oft talsvert líkamshár. Hins vegar verður að hafa í huga að þótt aukinn hárvöxtur sé vandamál hjá mörgum konum sem hafa blöðrur á eggjastokkum er hárvöxturinn ekki mjög mikill í mörgum tilfellum. Einnig þarf að hafa í huga að 4 af hverjum 10 konum með blöðrur á eggjastokkum eiga alls ekki við þetta vandamál að stríða.
Sambandið á milli blaðra á eggjastokkum og líkamsfitu er einnig þekkt. Um einn þriðji af þeim konum sem eru með PCOS eru með offituvandamál og rannsóknir benda til þess að efnaskipti kvenna með blöðrur á eggjastokkum séu frábrugðin efnaskiptum annarra kvenna, sem leiðir til þess að þær eru líklegri til að bæta á sig aukakílóum. Það mikilvægasta í þessu sambandi er hins vegar að konur sem eiga við offituvandamál að stríða og hafa PCOS, geta aukið frjósemi sína talsvert með því að léttast.
Hvernig eru konur með PCOS greindar?
Ef kona kemur til læknis og lýsir óreglulegum blæðingum, óvenju löngum tíðahring eða tíðateppu eru blöðrur á eggjastokkum líklegur sökudólgur, sérstaklega ef konan hefur einnig mikið líkamshár. Hægt er að staðfesta hvort um er að ræða blöðrur á eggjastokkum með því að setja konuna í sónar þar sem eggjastokkarnir eru skoðaðir. Blóðprufur eru oftast teknar líka þar sem konur með PCOS sýna oft einkenni um hormónatruflanir og þær truflanir geta haft mikið að segja um það hvort þær hafa eðlilegt egglos eða ekki.
Sem betur fer geta flestar konur sem eiga við frjósemisvandamál af völdum blaðra á eggjastokkum orðið ófrískar þegar þær fá lyfjameðferð til að örva egglos. Fyrsta úrræðið er yfirleitt að setja konuna á Pergotime, en hvaða meðferð sem valin er ætti ekki að hefjast fyrr en búið er að senda karlmanninn í sæðispróf.
Hvaða meðferðir eru í boði?
Pergotime eða önnur “and-estrógen” lyf. Pergotime virkar þannig að það hefur áhrif á estrogen viðtaka í heiladingli og við það örvast losun FSH (Follicle Stimulating Hormone, eggbús örvandi hormón) og LH (Luteinzing Hormone). Pergotime er gefið í töfluformi og er yfirleitt skrifað upp á lyfið í 5 daga eftir að blæðingar hefjast. Um þrjár af hverjum fjórum konum sem eru með blöðrur á eggjastokkum verða ófrískar með notkun á Pergotime. Nauðsynlegt er að fylgjast með konunni á meðan meðferðinni stendur og senda hana í sónar.
Þau 25% kvenna með PCOS sem ekki svara meðferð með Pergotime þurfa að leita sér aðstoðar á meðferðastofum og fara í tæknifrjóvgunarmeðferðir, hvort sem er tæknisæðingu eða glasa-/smásjárfrjóvgun.
Aðrar meðferðir eru meðal annars þannig að „borað“ er gat í yfirborð eggjastokksins (Ovarian Drilling) í gegnum kviðarholsspeglun. Hins vegar er það mat margra sérfræðinga að slíkar aðgerðir eigi ekki að framkvæma nema á þeim konum sem svara ekki lyfjameðferð eða þegar talið er að lyfjameðferð sé ekki valkostur fyrir konuna af heilsufarsástæðum.
Eins og áður segir er mjög mikilvægur þáttur í meðferð við PCOS hjá of feitum konum að borða hollan og hitaeiningasnauðan mat og forðast sérstaklega mjög kolvetnisríka fæðu. Ef konan fylgir slíkum matseðli og tekst að grennast þá svarar hún meðferð mun betur en ella, þar eð lyfjameðferð gengur betur hjá konum sem eru í venjulegum holdum en hjá konum sem stríða við offituvandamál.
Ný stefna á meðferðastofum er á þá leið að þegar konur eru með BMI stuðul hærri en 30, þá eru þær beðnar um að fara í megrun áður en þær komast í meðferð við ófrjósemi sinni.