
Árið 2017 stofnaði stjórn Tilveru, samtök um ófrjósemi, styrktarsjóð en í þann sjóð fer öll sala af lyklakippu sem Hlín Reykdal hannaði fyrir samtökin. Einnig fer sá peningur sem safnaðist fyrir félagið í Reykjarvíkurmaraþoninu í ár í sjóðinn Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja árlega nokkra félagsmenn vegna kostnaðar við óniðurgreiddar glasameðferðir.
Hver getur sótt um?
Allir Félagsmenn Tilveru sem greitt hafa félagsgjald og hafa farið í óniðurgreidda glasa- eða smásjármeðferð á tímabilinu sem tiltekið er í hvert skipti (má sækja um fyrir fyrstu meðferð 5% er varla niðurgreiðsla að okkar mati).
Skilgreining á óniðurgreiddri glasa- eða smásjármeðferð: Heil meðferð þar sem ríkið tekur ekki þátt í að niðurgreiða meðferð, ss fyrsta meðferð, meðferð númer 5 + og/eða ef par á saman barn. Ekki er átt við uppsetningu á frystum fósturvísum.
ATHUGIÐ
Vegna Covid hefur ekki verið hægt að sækja styrki fyrir félagið eða stunda hefðbundnar fjáraflanir og því ekki til fjármagn í styrktarsjóð til að veita styrki árið 2020. Við stefnum á að draga út styrki um leið og tækifæri gefst en eins og er er lokað fyrir umsóknir.