Lög Tilveru
I. Heiti, heimili og markmið
1. grein
Nafn samtakanna er Tilvera, samtök um ófrjósemi. Á ensku heita samtökin The Icelandic Infertility Association. Heimilisfang samtakanna er að lögheimili gjaldkera hverju sinni og varnarþing í því sveitarfélagi.
2. grein
Markmið félagsins er að vera málsvari þess fólks sem á við ófrjósemi að stríða út á við, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og annars staðar þar sem þurfa þykir. Einnig er félagið málsvari annarra sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þá gætir félagið hagsmuna þessara hópa og skal veita almenna fræðslu um mál sem varða skjólstæðinga Tilveru á heimasíðu sinni og með öðrum leiðum eftir því sem kostur er.
II. Aðalfundur Tilveru
3. grein
Aðalfundur Tilveru fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda árlega og skal að jafnaði ekki halda síðar en 1. nóvember hvert ár. Staðsetning fundarins skal vera á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn félagsins skal boða til aðalfundar á heimasíðu félagsins www.tilvera.is og eftir atvikum með tilkynningum í fjölmiðlum og tölvupósti til félagsmanna ef ástæða þykir til. Boðað skal til aðalfundar með minnst sjö daga fyrirvara og skal þar koma fram dagsetning fundarins, dagskrá, og fundarstaður. Telst hann löglegur sé rétt til hans boðað
Dagskrá fundarins skal vera þessi:
Aukaaðalfund skal halda ef meirihluti stjórnar eða fimmtungur félagsmanna í félaginu óskar þess. Fundurinn skal boðaður með minnst viku fyrirvara. Sitja þeir stjórnarmenn sem þar eru kosnir til næsta reglulega aðalfundar.
III. Félagar í samtökunum
4. grein
Félagar í Tilveru geta orðið þeir einstaklingar, félög og fyrirtæki, sem vilja styðja við markmið félagsins og gengst undir lög þessi. Heiðursfélagar geta þeir orðið sem unnið hafa sérstakt starf að málefnum tengdum ófrjósemi. Stjórn tekur ákvörðun um kjör heiðursfélaga og er því lýst á aðalfundi.
5. grein
Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september næsta ár. Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi ár hvert og félagsgjöld skulu innheimt í febrúar á hverju starfsári. Stjórnarmenn greiða ekki félagsgjöld en eru löglegir félagsmenn eins og aðrir, enda skráðir í félagatal. Sé félagsgjald ekki greitt fyrir 1. maí ár hvert missi félagi atkvæðisrétt í málefnum félagsins, uns hann hefur gert full skil. Hafi félagsgjald ekki verið greitt í tvö starfsár fellur félagi af félagaskrá, nema hann óski eftir áframhaldandi aðild að félaginu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.
6. grein
Stjórn félagsins er heimilt að standa í vegi fyrir því að einstakir menn fái inngöngu í félagið. Stjórn er einnig frjálst að vísa félagsmanni úr félaginu, ef sýnt þykir að framkoma viðkomandi samræmist ekki markmiðum félagsins. Sé manni meinuð innganga í félagið getur hann borið mál sitt undir almennan félagsfund.
IV. Kosningar í stjórn félagsins og afgreiðsla mála á aðalfundi
7. grein
Stjórn félagsins fer með framkvæmd mála milli aðalfunda og skal þannig skipuð: Formaður, kosinn sérstaklega. Fjórir aðrir í aðalstjórn (varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi) og tveir varamenn. Kjósa má þriðja varamann í stjórn þyki ástæða til.
Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Stjórn getur falið varamönnum ákveðin tilgreind verkefni. Varamenn skulu sitja alla stjórnarfundi félagsins.
Kjósa skal stjórnina til tveggja ára í senn. Kosið skal í tvö embætti annað árið (ár sem enda á oddatölu) og þrjú embætti hitt árið (ár sem enda á sléttri tölu), varamenn skulu kosnir á hverju ári. Þurfi stjórnarmeðlimur að hverfa frá störfum eftir aðalfund tekur varamaður við störfum hans og stjórnin getur valið sér nýjan varamann. Þó með þeim formerkjum að viðkomandi getur ekki tekið við störfum aðalmanna í stjórn. Formaður og gjaldkeri verða að hafa setið í eitt ár í stjórn félagsins áður en þeir eru kjörnir til þeirra embætta. Sitjandi formaður telst sjálfkjörinn, komi ekki til mótframboðs.
8. grein
Framboð þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en við upphaf aðalfundar. Berist ekki framboð í öll embætti stjórnar er leyfilegt að kalla eftir tillögum á aðalfundinum sjálfum.
9. grein
Skoðunarmaður reikninga skal kjörinn á aðalfundi til eins árs í senn. Kosning skal fara fram skriflega sé þess óskað. Hlutverk hans er að yfirfara bókhald félagsins fyrir aðalfund og eina krafan sú að viðkomandi hafi ekki bein tengsl við gjaldkera félagsins.
V. Stjórn Tilveru
10. grein
Stjórn félagsins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Stjórnin mótar starfsemi félagsins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.
11. grein
Svo fljótt sem auðið er eftir aðalfund skal stjórnin móta fjárhags- og aðgerðaáætlun fyrir komandi starfsár þar sem lýst er helstu verkefnum starfsársins og áætlaðar tekjur og gjöld félagsins í tengslum við verkefnavalið. Stjórnin skal stefna að því að kynna félögum þessa áætlun sína.
12. grein
Hagnaði af starfsemi Tilveru skal eingöngu varið til rekstrar Tilveru og annarra verkefna á vegum félagsins.
13. grein
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði einu sinni í mánuði. Formaður boðar til þeirra og stýrir þeim nema annað sé ákveðið. Formaður fer með oddaatkvæði ef atkvæði verða jöfn. Stjórnarfundi skal að jafnaði boða með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Óski þriðjungur stjórnar eftir fundi ber að halda hann innan viku frá því formanni berst slík ósk skriflega.
14. grein
Stjórn Tilveru getur sent frá sér ályktanir um málefni sem eru í anda samþykktrar stefnu samtakanna.
15. grein
Enginn getur skuldbundið samtökin fjárhagslega án skriflegs samþykkis gjaldkera og samþykkis stjórnar.
16. grein
Nú kemur fram tillaga um vantraust á stjórn félagsins, og skal þá sérstakur aukaaðalfundur boðaður sbr. 3. grein, þar sem vantrauststillagan er borin til atkvæða. Fundarboð skulu vera send út innan 7 daga frá því að vantrauststillagan kemur fram. Nái vantraust fram að ganga á þeim fundi skal í kjölfarið kjósa bráðabirgðastjórn samtakanna samkvæmt fundarsköpum félagsins sem situr fram að næsta aðalfundi. Sömu reglur gilda ef stjórn Tilveru segir af sér.
VI. Rekstur og kostnaður.
17. gr. ,,Stjórn félagsins er heimilt að ráða stafsfólk ef þurfa þykir. Vinna fyrir samtökin er að jafnaði unnin sem sjálfboðaliðastarf. Stjórnin getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að samtökin beri kostnað sem sjálfboðaliði hefur lagt út fyrir vegna starfa fyrir samtökin hvort sem hann hafi lagt út fyrir kostnaði, orðið fyrir vinnutapi eða lagt mikla vinnu í ákveðin verkefni fyrir félagið sem að jafnaði teljast ekki hefðbundin stjórnarstörf. Upphæðin má þó aldrei vera það há að hún skuldbindi félagið umfram það fjarmagn sem það hefur til umráða hverju sinni.
Sjálfboðaliði getur farið fram á niðurgreiðslu kostnaðar við stjórn samtakanna eða stjórnin ákveðið að eigin frumkvæði að taka slíkt mál til umfjöllunar.
VII. Lagabreytingar
18. grein
Breytingar á lögum þessum má eingöngu gera á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund og skulu þær kynntar í aðalfundarboði á heimasíðu félagsins. Til lagabreytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða og teljast auð atkvæði með í fjölda greiddra atkvæða.
19. grein
Að loknum aðalfundi ár hvert skal stjórn Tilveru gefa út gildandi lög félagsins og birta þau á heimasíðu félagsins.
VIII. Ef félagið verður lagt niður
20. grein
Aðeins er hægt að taka þá ákvörðun að leggja félagið niður á aðalfundi þess og þarf þá til þess tvo þriðju atkvæða atkvæðisbærra manna.
Verði samtökin lögð niður, skulu eignir þeirra renna til málefna tengdum ófrjósemi.
VIII. Gildistaka
21. grein
Með lögum þessum falla úr gildi eldri lög félagsins.
Lög þessi tóku gildi 26. október 2016
1. grein
Nafn samtakanna er Tilvera, samtök um ófrjósemi. Á ensku heita samtökin The Icelandic Infertility Association. Heimilisfang samtakanna er að lögheimili gjaldkera hverju sinni og varnarþing í því sveitarfélagi.
2. grein
Markmið félagsins er að vera málsvari þess fólks sem á við ófrjósemi að stríða út á við, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og annars staðar þar sem þurfa þykir. Einnig er félagið málsvari annarra sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þá gætir félagið hagsmuna þessara hópa og skal veita almenna fræðslu um mál sem varða skjólstæðinga Tilveru á heimasíðu sinni og með öðrum leiðum eftir því sem kostur er.
II. Aðalfundur Tilveru
3. grein
Aðalfundur Tilveru fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda árlega og skal að jafnaði ekki halda síðar en 1. nóvember hvert ár. Staðsetning fundarins skal vera á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn félagsins skal boða til aðalfundar á heimasíðu félagsins www.tilvera.is og eftir atvikum með tilkynningum í fjölmiðlum og tölvupósti til félagsmanna ef ástæða þykir til. Boðað skal til aðalfundar með minnst sjö daga fyrirvara og skal þar koma fram dagsetning fundarins, dagskrá, og fundarstaður. Telst hann löglegur sé rétt til hans boðað
Dagskrá fundarins skal vera þessi:
- Setning fundar og dagskrá kynnt.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar og umræða
- Skoðaðir reikningar lagðir fram og bornir upp til samþykktar.
- Félagsgjöld næsta árs ákveðin
- Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.
- Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.
- Kjör stjórnar og varamanna og skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Aukaaðalfund skal halda ef meirihluti stjórnar eða fimmtungur félagsmanna í félaginu óskar þess. Fundurinn skal boðaður með minnst viku fyrirvara. Sitja þeir stjórnarmenn sem þar eru kosnir til næsta reglulega aðalfundar.
III. Félagar í samtökunum
4. grein
Félagar í Tilveru geta orðið þeir einstaklingar, félög og fyrirtæki, sem vilja styðja við markmið félagsins og gengst undir lög þessi. Heiðursfélagar geta þeir orðið sem unnið hafa sérstakt starf að málefnum tengdum ófrjósemi. Stjórn tekur ákvörðun um kjör heiðursfélaga og er því lýst á aðalfundi.
5. grein
Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september næsta ár. Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi ár hvert og félagsgjöld skulu innheimt í febrúar á hverju starfsári. Stjórnarmenn greiða ekki félagsgjöld en eru löglegir félagsmenn eins og aðrir, enda skráðir í félagatal. Sé félagsgjald ekki greitt fyrir 1. maí ár hvert missi félagi atkvæðisrétt í málefnum félagsins, uns hann hefur gert full skil. Hafi félagsgjald ekki verið greitt í tvö starfsár fellur félagi af félagaskrá, nema hann óski eftir áframhaldandi aðild að félaginu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.
6. grein
Stjórn félagsins er heimilt að standa í vegi fyrir því að einstakir menn fái inngöngu í félagið. Stjórn er einnig frjálst að vísa félagsmanni úr félaginu, ef sýnt þykir að framkoma viðkomandi samræmist ekki markmiðum félagsins. Sé manni meinuð innganga í félagið getur hann borið mál sitt undir almennan félagsfund.
IV. Kosningar í stjórn félagsins og afgreiðsla mála á aðalfundi
7. grein
Stjórn félagsins fer með framkvæmd mála milli aðalfunda og skal þannig skipuð: Formaður, kosinn sérstaklega. Fjórir aðrir í aðalstjórn (varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi) og tveir varamenn. Kjósa má þriðja varamann í stjórn þyki ástæða til.
Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Stjórn getur falið varamönnum ákveðin tilgreind verkefni. Varamenn skulu sitja alla stjórnarfundi félagsins.
Kjósa skal stjórnina til tveggja ára í senn. Kosið skal í tvö embætti annað árið (ár sem enda á oddatölu) og þrjú embætti hitt árið (ár sem enda á sléttri tölu), varamenn skulu kosnir á hverju ári. Þurfi stjórnarmeðlimur að hverfa frá störfum eftir aðalfund tekur varamaður við störfum hans og stjórnin getur valið sér nýjan varamann. Þó með þeim formerkjum að viðkomandi getur ekki tekið við störfum aðalmanna í stjórn. Formaður og gjaldkeri verða að hafa setið í eitt ár í stjórn félagsins áður en þeir eru kjörnir til þeirra embætta. Sitjandi formaður telst sjálfkjörinn, komi ekki til mótframboðs.
8. grein
Framboð þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en við upphaf aðalfundar. Berist ekki framboð í öll embætti stjórnar er leyfilegt að kalla eftir tillögum á aðalfundinum sjálfum.
9. grein
Skoðunarmaður reikninga skal kjörinn á aðalfundi til eins árs í senn. Kosning skal fara fram skriflega sé þess óskað. Hlutverk hans er að yfirfara bókhald félagsins fyrir aðalfund og eina krafan sú að viðkomandi hafi ekki bein tengsl við gjaldkera félagsins.
V. Stjórn Tilveru
10. grein
Stjórn félagsins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Stjórnin mótar starfsemi félagsins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.
11. grein
Svo fljótt sem auðið er eftir aðalfund skal stjórnin móta fjárhags- og aðgerðaáætlun fyrir komandi starfsár þar sem lýst er helstu verkefnum starfsársins og áætlaðar tekjur og gjöld félagsins í tengslum við verkefnavalið. Stjórnin skal stefna að því að kynna félögum þessa áætlun sína.
12. grein
Hagnaði af starfsemi Tilveru skal eingöngu varið til rekstrar Tilveru og annarra verkefna á vegum félagsins.
13. grein
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði einu sinni í mánuði. Formaður boðar til þeirra og stýrir þeim nema annað sé ákveðið. Formaður fer með oddaatkvæði ef atkvæði verða jöfn. Stjórnarfundi skal að jafnaði boða með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Óski þriðjungur stjórnar eftir fundi ber að halda hann innan viku frá því formanni berst slík ósk skriflega.
14. grein
Stjórn Tilveru getur sent frá sér ályktanir um málefni sem eru í anda samþykktrar stefnu samtakanna.
15. grein
Enginn getur skuldbundið samtökin fjárhagslega án skriflegs samþykkis gjaldkera og samþykkis stjórnar.
16. grein
Nú kemur fram tillaga um vantraust á stjórn félagsins, og skal þá sérstakur aukaaðalfundur boðaður sbr. 3. grein, þar sem vantrauststillagan er borin til atkvæða. Fundarboð skulu vera send út innan 7 daga frá því að vantrauststillagan kemur fram. Nái vantraust fram að ganga á þeim fundi skal í kjölfarið kjósa bráðabirgðastjórn samtakanna samkvæmt fundarsköpum félagsins sem situr fram að næsta aðalfundi. Sömu reglur gilda ef stjórn Tilveru segir af sér.
VI. Rekstur og kostnaður.
17. gr. ,,Stjórn félagsins er heimilt að ráða stafsfólk ef þurfa þykir. Vinna fyrir samtökin er að jafnaði unnin sem sjálfboðaliðastarf. Stjórnin getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að samtökin beri kostnað sem sjálfboðaliði hefur lagt út fyrir vegna starfa fyrir samtökin hvort sem hann hafi lagt út fyrir kostnaði, orðið fyrir vinnutapi eða lagt mikla vinnu í ákveðin verkefni fyrir félagið sem að jafnaði teljast ekki hefðbundin stjórnarstörf. Upphæðin má þó aldrei vera það há að hún skuldbindi félagið umfram það fjarmagn sem það hefur til umráða hverju sinni.
Sjálfboðaliði getur farið fram á niðurgreiðslu kostnaðar við stjórn samtakanna eða stjórnin ákveðið að eigin frumkvæði að taka slíkt mál til umfjöllunar.
VII. Lagabreytingar
18. grein
Breytingar á lögum þessum má eingöngu gera á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund og skulu þær kynntar í aðalfundarboði á heimasíðu félagsins. Til lagabreytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða og teljast auð atkvæði með í fjölda greiddra atkvæða.
19. grein
Að loknum aðalfundi ár hvert skal stjórn Tilveru gefa út gildandi lög félagsins og birta þau á heimasíðu félagsins.
VIII. Ef félagið verður lagt niður
20. grein
Aðeins er hægt að taka þá ákvörðun að leggja félagið niður á aðalfundi þess og þarf þá til þess tvo þriðju atkvæða atkvæðisbærra manna.
Verði samtökin lögð niður, skulu eignir þeirra renna til málefna tengdum ófrjósemi.
VIII. Gildistaka
21. grein
Með lögum þessum falla úr gildi eldri lög félagsins.
Lög þessi tóku gildi 26. október 2016