Ófrjósemi karla |
Talið er að um helming ófrjósemisvandamála megi rekja til vandamála hjá karlmanninum. Ýmsar ástæður eru fyrir ófrjósemi karla, m.a. vandamál við að framleiða nægilega mikið af heilbrigðum frumum til að synda upp eggjaleiðara konunnar og frjóvga egg. Fyrsta skrefið í greiningu á ófrjósemi karla er rannsókn á sæðinu.
|
Mögulegar orsakir |
Ófrjósemi karla getur orsakast af minnkaðri framleiðslu sáðfrumna, of litlum hreyfanleika frumnanna eða þá að leið frumnanna úr eistunum og úr líkamanum er lokuð, hormónatruflunum og ónæmisfræðilegum þáttum. Ef engar sáðfrumur er að finna á sæðisvökvanum kallast þa azoospermia.
Við mat á ófrjósemi þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð m.t.t. fjölda frumna og hreyfanleika þeirra. Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annarra leiða til að finna frumurnar. Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumnanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint úr eistunum gegnum nál. Inngripið er gert í staðdeyfingu og getur t.d. gagnast mönnum sem áður hafa farið í ófrjósemisaðgerðir eða eru með azoospermiu af völdum mænuskaða eða sjúkdóma. Þegar sáðfrumur finnast með þessum hætti er hægt að nota þær við smásjárfrjóvgun. Frá kynþroskaaldri og fram á elliár framleiða karlmenn sæðisfrumur. Upphaflega eru sæðisfrumur einungis æxlunarfrumur og þær breytast stig af stigi þar til fullþroskuð sáðfruma er orðin til. Fruman breytist mikið í lögun, frá því að vera kringlótt og yfir í það form sem við þekkjum öll. Þroskaferli sáðfrumna, frá æxlunarfrumu til fullþroska sáðfrumu sem getur frjóvgað egg, tekur um 70 daga og eftir að það er hafið er ekki hægt að hafa áhrif á það ferli. Fullþroska sáðfrumur eru mjög sérhæfðar frumur. |