Stíflur í eggjaleiðurunum
Hjá um 20% para sem rannsökuð eru vegna ófrjósemi reynist vandamálið vera fólgið í skemmdum eða stífluðum eggjaleiðurum og um 30% kvenna sem eru með ófrjósemi eru með vandamál sem tengist eggjaleiðurunum.
Eggjaleiðararnir eru tvær holar pípur, rúmlega 11 sm langar. Þrengri endi þeirra tengist leginu en svo víkka þeir eftir því sem nær dregur eggjastokkunum. Innra rúmmál eggjaleiðaranna er svipað og fíngerðs nagla. Á þeim enda eggjaleiðaranna utanverðum sem snýr að eggjastokkunum eru þreifarar sem grípa egg sem losna úr eggjastokkunum og beina þeim niður eggjaleiðarana. Eggið sem losnar ferðast svo niður eggjaleiðarann og ef frjóvgun verður, þá gerist hún þar. Fósturvísirinn heldur þá áfram niður eggjaleiðarann og skiptir sér á leiðinni niður í legið. Þangað kemur hann um 4-5 dögum eftir egglosið. Ferðalag eggsins sína leið niður eggjaleiðarann byggist á samspili eggsins og frumulags sem er á yfirborði eggjaleiðarans innanverðs sem ýta egginu rétta leið og vöðvasamdráttum sem verða í sjálfum eggjaleiðaranum.
Ef eggjaleiðararnir verða fyrir einhverjum skemmdum eða stíflast getur það haft ófrjósemi í för með sér þar sem skemmdirnar koma í veg fyrir að sæði og egg hittist á venjulegan hátt. Ástæðurnar fyrir því að eggjaleiðararnir stíflast geta verið fjölmargar. Það veltur svo á því hvar stíflan er staðsett og hve vandamálið er víðtækt hvort hægt er að lagfæra það með skurðaðgerð á eggjaleiðurunum.
Rannsóknir á eggjaleiðurumLeg- og legpípnamyndun og kviðarholsspeglun eru hliðstæðar rannsóknir sem gefa báðar mynd af ástandi æxlunarfæranna. Lítilsháttar áhætta á bólgusjúkdómum í kviðarholi fylgir rannsóknunum en vegna hættunnar taka sumir kvensjúkdómalæknar strok úr leggöngum eða leghálsi til að útiloka sýkingu áður en slík rannsókn fer fram eða gefa sýklalyf í forvarnarskyni áður en rannsóknin er gerð.
Röntgen af legi og eggjaleiðurumÞegar röntgenmynd er tekin af legi og eggjaleiðurum er fljótandi skuggaefni dælt upp um leghálsinn, í gegnum legið og upp eggjaleiðarana. Síðan er fylgst með vökvarennslinu með röntgentækni. Þessi rannsókn er gagnleg til þess að skoða hvort legholið er í góðu ásigkomulagi, hvort einhverjir samgróningar eru til staðar, hnútar eða separ í leginu. Venjulega rennur vökvinn hratt í gegnum báða eggjaleiðarana og rennur út um þá ofan í kviðarholið. Ef vökvinn stöðvast einhvers staðar, ef eggjaleiðararnir bólgna eða ef vökvinn rennur ekki út um eggjaleiðarana hinumegin er það vísbending um vandamál. Hins vegar sýnir röntgenrannsóknin aðeins hvert vökvinn fer. Einstaka sinnum verður vöðvasamdráttur (e. spasm) í eggjaleiðara til þess að vökvinn rennur ekki áfram sína eðlilegu leið og því gæti heilbrigður eggjaleiðari sýnst stíflaður. Ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós, þarfnast það frekari skoðunar með kviðarholsspeglun.
KviðarholsspeglunKviðarholsspeglun fer þannig fram að gerð eru þrjú lítil göt á magann eftir að sjúklingurinn hefur verið svæfður. Um eitt gatið er stungið smásjá sem sýnir ástand kviðarholsins en áhöldum til að lagfæra það sem kann að vera í ólagi er stungið inn um hin tvö. Með þessari rannsókn er hægt að skoða æxlunarfærin beint. Litarefni er sprautað gegnum leghálsinn og ef allt er í lagi, rennur það út um eggjaleiðarana. Hægt er að skoða legið, eggjastokkana og eggjaleiðarana nákvæmlega og ef legslímuflakk eða samgróningar eru til staðar er hægt að finna það og fjarlægja.
Legslímuflakk er sjúkdómur þar sem þær frumur úr legslímu sem venjulega eru í leginu og byggjast upp og blæðir frá í upphafi tíðahringsins, hafa bókstaflega farið á flakk. Þessar frumur hegða sér samt áfram eins og ef þær væru í leginu, frá þeim blæðir einu sinni í mánuði eins og öðrum slíkum frumum og það getur valdið miklum verkjum og eymslum í kviðarholi. Þá þarf stundum að fjarlægja blöðrur, svo kallaðar súkkulaðiblöðrur, sem myndast á eggjastokkum. Í um 40% tilfella hefur legslímuflakk í för með sér ófrjósemi og þá er oft jákvætt skref að fara í kviðarholsspeglun þar sem legslímuflakkið er brennt í burtu, þótt oftast komi það aftur með tímanum.
Áður fyrr var einungis hægt að greina vandamálin með kviðarholsspeglun, en nú til dags er hægt að brenna burtu legslímuflakk og samgróninga eins og áður segir, með leisertækni. Auk þess er hægt að skoða eggjaleiðarana með því að nota mjög fíngerða smásjá og komast að því hvort einhverjar meinsemdir er þar að finna og jafnvel laga þær í spegluninni. Stundum eru þó skemmdirnar á frumunum í yfirborði eggjaleiðaranna það miklar að það þjónar ekki tilgangi sínum að opna eggjaleiðarana. Í þessum tilfellum er besti möguleikinn til að eignast barn fólginn í glasafrjóvgun og uppsetningu á fósturvísum.
SónarskoðanirNýleg tækni í tengslum við sónarskoðanir gerir það kleift að fylgjast með vökva sem sprautað er upp í gegnum leghálsinn með sónartækjum. Þessi tækni er ekki notuð alls staðar og ekki er vitað til þess hvort hún er notuð hérlendis til að meta ástand æxlunarfæranna.
Ástæður skemmda á eggjaleiðurumAlgengasta orsökin fyrir skemmdum á eggjaleiðurum er sýking í kviðarholi sem getur eyðilagt frumurnar í yfirborði eggjaleiðaranna innanverðra og hjálpa til við ferðalag eggsins niður í leg og geta valdið samgróningum sem eru til enn frekari trafala. Sumar sýkingar af þessu tagi stafa af kynsjúkdómum, svo sem klamydíu og lekanda. Oftast nær finnst þó engin skýring á skemmdunum. Aðrar orsakir skemmda á eggjaleiðurum geta verið sýking í kjölfar fósturláts, fóstureyðingar eða erfiðrar fæðingar, vegna legslímuflakks, vegna lykkjunnar eða annarra getnaðarvarna sem komið er fyrir í leginu eða vegna botnlangabólgu.
Meðfæddir gallar á eggjaleiðurum eru þekktir en mjög sjaldgæfir.
Það veltur svo á umfangi skemmdanna hvort einhver möguleiki er á þungun á náttúrulegan hátt eða hvort þeir eru algjörlega stíflaðir. Ef annar eggjaleiðarinn er stíflaður á hið sama yfirleitt líka við um hinn þar sem orsökin er yfirleitt sýking sem smitast á milli eggjaleiðaranna. Ef einhverjar stíflur eða gallar eru í eggjaleiðurunum hefur það í för með sér áhættu á utanlegsfóstri þar sem fósturvísir festir sig í eggjaleiðaranum. Þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir óeðlilegum verkjum snemma á meðgöngu sem geta bent til utanlegsfósturs.
Skurðaðgerðir á eggjaleiðurumAðgerðin veltur talsvert á því hvernig skemmdir er um að ræða á eggjaleiðurunum. Möguleikar á árangri af slíkri aðgerð velta á því hvar stíflan er staðsett, hvort til staðar eru einhverjir samgróningar, aldri sjúklingsins og því hvort áður hefur verið reynt að opna eggjaleiðarana. Mikilvægt er að áður en ráðist er í skurðaðgerð af þessu tagi, undirgangist parið vandlega rannsókn á orsökum ófrjóseminnar. Nauðsynlegt er að konan verði send í blóðprufu þar sem staðfest er að hormónabúskapur hennar sé í lagi, að hún hafi egglos og framkvæma þarf svokallað post-coital próf (eftir samfarir próf), til að útiloka að slímið í legi og leggöngum konunnar sé fjandsamlegt sæðinu. Slíkt próf er þannig að parið hefur samfarir daginn áður en konan kemur til læknisins og hann skoðar svo hvernig sæði karlsins hefur reitt af. Karlmaðurinn þarf þó fyrst að hafa farið í sæðisrannsókn. Ef einhver önnur vandamál koma í ljós þegar þessar rannsóknir hafa verið gerðar, er ástæða til að íhuga hvort parið er ekki betur sett með að fara í glasafrjóvgun en í aðgerð á eggjaleiðurunum.
SamgróningarStundum er hægt að fjarlægja samgróninga í gegnum kviðarholsspeglun. Samgróningar eru merki um örvef. Þeir strengjast á milli líffæranna í kviðarholinu og geta haft þau áhrif að hreyfanleiki eggjaleiðaranna er minni en ella og stíflað eggjaleiðarana, oftast með því að festast við þreifarana sem eiga að grípa egg þegar þau losna úr eggjastokkunum. Samgróningar geta líka myndað himnu utan um eggjastokkana og þar með hindrað egglos. Ef samgróningar eru fjarlægðir, hefur það talsverð áhrif á þungunartíðnina, en um 35-60% kvenna verða þungaðar eftir að samgróningar hafa verið fjarlægðir.
Skurðaðgerð á stífluðum eggjaleiðurumHægt er að opna stíflaða eggjaleiðara ef stíflaði hlutinn er skorinn í burtu og endarnir beggja vegna festir saman aftur. Ef notuð er góð smásjá sem stækkar og sýnir vel aðgerðasvæðið getur árangur af slíkri aðgerð verið góður. Allt að 70% þeirra kvenna sem undirgengist hafa ófrjósemisaðgerðir og látið endurtengja eggjaleiðarana síðar verða barnshafandi á ný. Ef stíflan er á þeim enda sem snýr að leginu er árangurinn talsvert lakari en ella, eða um 35-55%. Ef stíflan er á utanverðum eggjaleiðara er þungunartíðni eftir slíka aðgerð um 30%. Athuga ber að þessar tölur eru frá Bretlandi og ekki liggja fyrir sambærilegar tölur fyrir Ísland.
Því miður eru talsverðar líkur á því að skurðaðgerð á eggjaleiðurum skili ekki þeim árangri sem vonast er eftir. Sá möguleiki er til staðar að þrátt fyrir að það takist að opna eggjaleiðarana, sem ekki er sjálfgefið, séu þeir eftir sem áður ófærir um að skila egginu sína leið. Enn annar möguleiki í stöðunni er að það takist að opna eggjaleiðarana en þeir stíflist aftur síðar.
Frjósemi eftir aðgerð á eggjaleiðurumMikilvægt er að kona sem undirgengist hefur skurðaðgerð á eggjaleiðurum undirgangist rannsókn þar sem athugað er hvernig árangur aðgerðarinnar er. Slíka rannsókn má framkvæma með kviðarhols- eða leg- og legpípnamyndatöku allt upp í ár eftir aðgerðina. Mikilvægt er að allt annað sem talið er geta haft áhrif á frjósemi parsins sé rannsakað og að parið tímasetji barneignatilraunir sínar rétt.
Ef konan verður ólétt er skynsamlegt að senda hana í sónarskoðun á 6. viku meðgöngu þar sem gengið er úr skugga um að ekki sé um utanlegsfóstur að ræða.
Ef konan hefur ekki orðið ófrísk innan árs frá því að skurðaðgerðin var framkvæmd er rétt að íhuga hvort glasafrjóvgun komi ekki til greina sem næsta skref.
Árangur af skurðaðgerð til að opna lokaða eggjaleiðara er yfirleitt bestur í fyrsta sinn sem hún er reynd. Ef eggjaleiðararnir stíflast aftur, er yfirleitt ekki hægt að búast við að konan verði þunguð öðruvísi en með glasafrjóvgun.
Þessi grein er byggð á bæklingi um skemmdir á eggjaleiðurum sem gefinn var út af CHILD, systursamtökum Tilveru á Bretlandi. Höfundur texta: Susan Smith, Brigde Center.
Eggjaleiðararnir eru tvær holar pípur, rúmlega 11 sm langar. Þrengri endi þeirra tengist leginu en svo víkka þeir eftir því sem nær dregur eggjastokkunum. Innra rúmmál eggjaleiðaranna er svipað og fíngerðs nagla. Á þeim enda eggjaleiðaranna utanverðum sem snýr að eggjastokkunum eru þreifarar sem grípa egg sem losna úr eggjastokkunum og beina þeim niður eggjaleiðarana. Eggið sem losnar ferðast svo niður eggjaleiðarann og ef frjóvgun verður, þá gerist hún þar. Fósturvísirinn heldur þá áfram niður eggjaleiðarann og skiptir sér á leiðinni niður í legið. Þangað kemur hann um 4-5 dögum eftir egglosið. Ferðalag eggsins sína leið niður eggjaleiðarann byggist á samspili eggsins og frumulags sem er á yfirborði eggjaleiðarans innanverðs sem ýta egginu rétta leið og vöðvasamdráttum sem verða í sjálfum eggjaleiðaranum.
Ef eggjaleiðararnir verða fyrir einhverjum skemmdum eða stíflast getur það haft ófrjósemi í för með sér þar sem skemmdirnar koma í veg fyrir að sæði og egg hittist á venjulegan hátt. Ástæðurnar fyrir því að eggjaleiðararnir stíflast geta verið fjölmargar. Það veltur svo á því hvar stíflan er staðsett og hve vandamálið er víðtækt hvort hægt er að lagfæra það með skurðaðgerð á eggjaleiðurunum.
Rannsóknir á eggjaleiðurumLeg- og legpípnamyndun og kviðarholsspeglun eru hliðstæðar rannsóknir sem gefa báðar mynd af ástandi æxlunarfæranna. Lítilsháttar áhætta á bólgusjúkdómum í kviðarholi fylgir rannsóknunum en vegna hættunnar taka sumir kvensjúkdómalæknar strok úr leggöngum eða leghálsi til að útiloka sýkingu áður en slík rannsókn fer fram eða gefa sýklalyf í forvarnarskyni áður en rannsóknin er gerð.
Röntgen af legi og eggjaleiðurumÞegar röntgenmynd er tekin af legi og eggjaleiðurum er fljótandi skuggaefni dælt upp um leghálsinn, í gegnum legið og upp eggjaleiðarana. Síðan er fylgst með vökvarennslinu með röntgentækni. Þessi rannsókn er gagnleg til þess að skoða hvort legholið er í góðu ásigkomulagi, hvort einhverjir samgróningar eru til staðar, hnútar eða separ í leginu. Venjulega rennur vökvinn hratt í gegnum báða eggjaleiðarana og rennur út um þá ofan í kviðarholið. Ef vökvinn stöðvast einhvers staðar, ef eggjaleiðararnir bólgna eða ef vökvinn rennur ekki út um eggjaleiðarana hinumegin er það vísbending um vandamál. Hins vegar sýnir röntgenrannsóknin aðeins hvert vökvinn fer. Einstaka sinnum verður vöðvasamdráttur (e. spasm) í eggjaleiðara til þess að vökvinn rennur ekki áfram sína eðlilegu leið og því gæti heilbrigður eggjaleiðari sýnst stíflaður. Ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós, þarfnast það frekari skoðunar með kviðarholsspeglun.
KviðarholsspeglunKviðarholsspeglun fer þannig fram að gerð eru þrjú lítil göt á magann eftir að sjúklingurinn hefur verið svæfður. Um eitt gatið er stungið smásjá sem sýnir ástand kviðarholsins en áhöldum til að lagfæra það sem kann að vera í ólagi er stungið inn um hin tvö. Með þessari rannsókn er hægt að skoða æxlunarfærin beint. Litarefni er sprautað gegnum leghálsinn og ef allt er í lagi, rennur það út um eggjaleiðarana. Hægt er að skoða legið, eggjastokkana og eggjaleiðarana nákvæmlega og ef legslímuflakk eða samgróningar eru til staðar er hægt að finna það og fjarlægja.
Legslímuflakk er sjúkdómur þar sem þær frumur úr legslímu sem venjulega eru í leginu og byggjast upp og blæðir frá í upphafi tíðahringsins, hafa bókstaflega farið á flakk. Þessar frumur hegða sér samt áfram eins og ef þær væru í leginu, frá þeim blæðir einu sinni í mánuði eins og öðrum slíkum frumum og það getur valdið miklum verkjum og eymslum í kviðarholi. Þá þarf stundum að fjarlægja blöðrur, svo kallaðar súkkulaðiblöðrur, sem myndast á eggjastokkum. Í um 40% tilfella hefur legslímuflakk í för með sér ófrjósemi og þá er oft jákvætt skref að fara í kviðarholsspeglun þar sem legslímuflakkið er brennt í burtu, þótt oftast komi það aftur með tímanum.
Áður fyrr var einungis hægt að greina vandamálin með kviðarholsspeglun, en nú til dags er hægt að brenna burtu legslímuflakk og samgróninga eins og áður segir, með leisertækni. Auk þess er hægt að skoða eggjaleiðarana með því að nota mjög fíngerða smásjá og komast að því hvort einhverjar meinsemdir er þar að finna og jafnvel laga þær í spegluninni. Stundum eru þó skemmdirnar á frumunum í yfirborði eggjaleiðaranna það miklar að það þjónar ekki tilgangi sínum að opna eggjaleiðarana. Í þessum tilfellum er besti möguleikinn til að eignast barn fólginn í glasafrjóvgun og uppsetningu á fósturvísum.
SónarskoðanirNýleg tækni í tengslum við sónarskoðanir gerir það kleift að fylgjast með vökva sem sprautað er upp í gegnum leghálsinn með sónartækjum. Þessi tækni er ekki notuð alls staðar og ekki er vitað til þess hvort hún er notuð hérlendis til að meta ástand æxlunarfæranna.
Ástæður skemmda á eggjaleiðurumAlgengasta orsökin fyrir skemmdum á eggjaleiðurum er sýking í kviðarholi sem getur eyðilagt frumurnar í yfirborði eggjaleiðaranna innanverðra og hjálpa til við ferðalag eggsins niður í leg og geta valdið samgróningum sem eru til enn frekari trafala. Sumar sýkingar af þessu tagi stafa af kynsjúkdómum, svo sem klamydíu og lekanda. Oftast nær finnst þó engin skýring á skemmdunum. Aðrar orsakir skemmda á eggjaleiðurum geta verið sýking í kjölfar fósturláts, fóstureyðingar eða erfiðrar fæðingar, vegna legslímuflakks, vegna lykkjunnar eða annarra getnaðarvarna sem komið er fyrir í leginu eða vegna botnlangabólgu.
Meðfæddir gallar á eggjaleiðurum eru þekktir en mjög sjaldgæfir.
Það veltur svo á umfangi skemmdanna hvort einhver möguleiki er á þungun á náttúrulegan hátt eða hvort þeir eru algjörlega stíflaðir. Ef annar eggjaleiðarinn er stíflaður á hið sama yfirleitt líka við um hinn þar sem orsökin er yfirleitt sýking sem smitast á milli eggjaleiðaranna. Ef einhverjar stíflur eða gallar eru í eggjaleiðurunum hefur það í för með sér áhættu á utanlegsfóstri þar sem fósturvísir festir sig í eggjaleiðaranum. Þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir óeðlilegum verkjum snemma á meðgöngu sem geta bent til utanlegsfósturs.
Skurðaðgerðir á eggjaleiðurumAðgerðin veltur talsvert á því hvernig skemmdir er um að ræða á eggjaleiðurunum. Möguleikar á árangri af slíkri aðgerð velta á því hvar stíflan er staðsett, hvort til staðar eru einhverjir samgróningar, aldri sjúklingsins og því hvort áður hefur verið reynt að opna eggjaleiðarana. Mikilvægt er að áður en ráðist er í skurðaðgerð af þessu tagi, undirgangist parið vandlega rannsókn á orsökum ófrjóseminnar. Nauðsynlegt er að konan verði send í blóðprufu þar sem staðfest er að hormónabúskapur hennar sé í lagi, að hún hafi egglos og framkvæma þarf svokallað post-coital próf (eftir samfarir próf), til að útiloka að slímið í legi og leggöngum konunnar sé fjandsamlegt sæðinu. Slíkt próf er þannig að parið hefur samfarir daginn áður en konan kemur til læknisins og hann skoðar svo hvernig sæði karlsins hefur reitt af. Karlmaðurinn þarf þó fyrst að hafa farið í sæðisrannsókn. Ef einhver önnur vandamál koma í ljós þegar þessar rannsóknir hafa verið gerðar, er ástæða til að íhuga hvort parið er ekki betur sett með að fara í glasafrjóvgun en í aðgerð á eggjaleiðurunum.
SamgróningarStundum er hægt að fjarlægja samgróninga í gegnum kviðarholsspeglun. Samgróningar eru merki um örvef. Þeir strengjast á milli líffæranna í kviðarholinu og geta haft þau áhrif að hreyfanleiki eggjaleiðaranna er minni en ella og stíflað eggjaleiðarana, oftast með því að festast við þreifarana sem eiga að grípa egg þegar þau losna úr eggjastokkunum. Samgróningar geta líka myndað himnu utan um eggjastokkana og þar með hindrað egglos. Ef samgróningar eru fjarlægðir, hefur það talsverð áhrif á þungunartíðnina, en um 35-60% kvenna verða þungaðar eftir að samgróningar hafa verið fjarlægðir.
Skurðaðgerð á stífluðum eggjaleiðurumHægt er að opna stíflaða eggjaleiðara ef stíflaði hlutinn er skorinn í burtu og endarnir beggja vegna festir saman aftur. Ef notuð er góð smásjá sem stækkar og sýnir vel aðgerðasvæðið getur árangur af slíkri aðgerð verið góður. Allt að 70% þeirra kvenna sem undirgengist hafa ófrjósemisaðgerðir og látið endurtengja eggjaleiðarana síðar verða barnshafandi á ný. Ef stíflan er á þeim enda sem snýr að leginu er árangurinn talsvert lakari en ella, eða um 35-55%. Ef stíflan er á utanverðum eggjaleiðara er þungunartíðni eftir slíka aðgerð um 30%. Athuga ber að þessar tölur eru frá Bretlandi og ekki liggja fyrir sambærilegar tölur fyrir Ísland.
Því miður eru talsverðar líkur á því að skurðaðgerð á eggjaleiðurum skili ekki þeim árangri sem vonast er eftir. Sá möguleiki er til staðar að þrátt fyrir að það takist að opna eggjaleiðarana, sem ekki er sjálfgefið, séu þeir eftir sem áður ófærir um að skila egginu sína leið. Enn annar möguleiki í stöðunni er að það takist að opna eggjaleiðarana en þeir stíflist aftur síðar.
Frjósemi eftir aðgerð á eggjaleiðurumMikilvægt er að kona sem undirgengist hefur skurðaðgerð á eggjaleiðurum undirgangist rannsókn þar sem athugað er hvernig árangur aðgerðarinnar er. Slíka rannsókn má framkvæma með kviðarhols- eða leg- og legpípnamyndatöku allt upp í ár eftir aðgerðina. Mikilvægt er að allt annað sem talið er geta haft áhrif á frjósemi parsins sé rannsakað og að parið tímasetji barneignatilraunir sínar rétt.
Ef konan verður ólétt er skynsamlegt að senda hana í sónarskoðun á 6. viku meðgöngu þar sem gengið er úr skugga um að ekki sé um utanlegsfóstur að ræða.
Ef konan hefur ekki orðið ófrísk innan árs frá því að skurðaðgerðin var framkvæmd er rétt að íhuga hvort glasafrjóvgun komi ekki til greina sem næsta skref.
Árangur af skurðaðgerð til að opna lokaða eggjaleiðara er yfirleitt bestur í fyrsta sinn sem hún er reynd. Ef eggjaleiðararnir stíflast aftur, er yfirleitt ekki hægt að búast við að konan verði þunguð öðruvísi en með glasafrjóvgun.
Þessi grein er byggð á bæklingi um skemmdir á eggjaleiðurum sem gefinn var út af CHILD, systursamtökum Tilveru á Bretlandi. Höfundur texta: Susan Smith, Brigde Center.