Glasa- og smásjárfrjóvgun
Glasafrjóvgun
Glasafrjóvgun fer þannig fram að konan sprautar sig með lyfi sem slekkur á hormónastarfsemi líkamans um stundarsakir. Þessu geta fylgt einkenni breytingaskeiðsins, skapsveiflur, hitakóf og fleira. Þetta ferli tekur yfirleitt um 2-3 vikur. Þegar búið er að slökkva þannig á starfseminni fær konan lyf sem hún sprautar sig með og hvetur eggjastokkana til að þroska mörg eggbú. Fylgst er reglulega með konunni á meðan meðferðinni stendur og þegar eggbú konunnar hafa náð nægum þroska er hún kölluð inn á meðferðastofu í eggheimtu. Það er lítil aðgerð, framkvæmd í gegnum leggöng þar sem konan er í flestum tilfellum staðdeyfð og eggin tekin. Eftir það eru eggin og sæði eiginmanns eða sæðisgjafa sett í þar til gert glas og sæðið frjóvgar eggið á náttúrulegan hátt. Misjafnt er hve mörg egg nást og hve mörg frjóvgast. Sumar konur framleiða mjög mörg egg. Tekin hafa verið allt upp í 30 egg í eggheimtu en einnig hefur það gerst að egghemta beri engan árangur. Sumar konur finna fyrir talsverðri vanlíðan í kringum eggheimtuna, verki í kviðarholi, þreytu og slappleika og fleiri einkenni.
Nokkrum dögum eftir eggheimtuna er yfirleitt eingöngu einn fósturvísir settur upp í leg konunnar. Hér á landi eru aldrei settir upp fleiri en 2 í einu, meginreglan er samt að setja einungis einn í einu. Konan leggst á bekk og fósturvísinum er komið fyrir í legi hennar. Hún liggur fyrir í um 20 mínútur/hálftíma og fær svo að fara heim. Oftast er ráðlagt að konan taki því rólega fyrstu dagana eftir uppsetningu. 14 dögum eftir eggheimtuna tekur konan þungunarpróf heima og hefur samband við meðferðastofu og lætur vita hvort hún sé ófrísk eða ekki, ef hún hefur þá ekki byrjað á blæðingum.
Líkur á árangri í hvert sinn eru um 25-30%. Ef einhverjir fósturvísar frjóvgast aukreitis eru þeir yfirleitt settir í frysti og parið getur þá gripið til þeirra seinna ef þörf er á. Líkurnar eru þá nokkru minni en í venjulegri glasafrjóvgun.
Smásjárfrjóvgun
Smásjárfrjóvgun er að öllu leyti eins og glasafrjóvgunarmeðferð þangað til að því kemur að frjóvga egg konunnar. Heilbrigðasta sæðið er valið úr prufu mannsins og einni sæðisfrumu sprautað inn í hvert egg. Ef eggin frjóvgast og byrja að skipta sér eru líkurnar á að meðferðin heppnist mjög svipuð og gerist og gengur með glasafrjóvganir.
Glasafrjóvgun fer þannig fram að konan sprautar sig með lyfi sem slekkur á hormónastarfsemi líkamans um stundarsakir. Þessu geta fylgt einkenni breytingaskeiðsins, skapsveiflur, hitakóf og fleira. Þetta ferli tekur yfirleitt um 2-3 vikur. Þegar búið er að slökkva þannig á starfseminni fær konan lyf sem hún sprautar sig með og hvetur eggjastokkana til að þroska mörg eggbú. Fylgst er reglulega með konunni á meðan meðferðinni stendur og þegar eggbú konunnar hafa náð nægum þroska er hún kölluð inn á meðferðastofu í eggheimtu. Það er lítil aðgerð, framkvæmd í gegnum leggöng þar sem konan er í flestum tilfellum staðdeyfð og eggin tekin. Eftir það eru eggin og sæði eiginmanns eða sæðisgjafa sett í þar til gert glas og sæðið frjóvgar eggið á náttúrulegan hátt. Misjafnt er hve mörg egg nást og hve mörg frjóvgast. Sumar konur framleiða mjög mörg egg. Tekin hafa verið allt upp í 30 egg í eggheimtu en einnig hefur það gerst að egghemta beri engan árangur. Sumar konur finna fyrir talsverðri vanlíðan í kringum eggheimtuna, verki í kviðarholi, þreytu og slappleika og fleiri einkenni.
Nokkrum dögum eftir eggheimtuna er yfirleitt eingöngu einn fósturvísir settur upp í leg konunnar. Hér á landi eru aldrei settir upp fleiri en 2 í einu, meginreglan er samt að setja einungis einn í einu. Konan leggst á bekk og fósturvísinum er komið fyrir í legi hennar. Hún liggur fyrir í um 20 mínútur/hálftíma og fær svo að fara heim. Oftast er ráðlagt að konan taki því rólega fyrstu dagana eftir uppsetningu. 14 dögum eftir eggheimtuna tekur konan þungunarpróf heima og hefur samband við meðferðastofu og lætur vita hvort hún sé ófrísk eða ekki, ef hún hefur þá ekki byrjað á blæðingum.
Líkur á árangri í hvert sinn eru um 25-30%. Ef einhverjir fósturvísar frjóvgast aukreitis eru þeir yfirleitt settir í frysti og parið getur þá gripið til þeirra seinna ef þörf er á. Líkurnar eru þá nokkru minni en í venjulegri glasafrjóvgun.
Smásjárfrjóvgun
Smásjárfrjóvgun er að öllu leyti eins og glasafrjóvgunarmeðferð þangað til að því kemur að frjóvga egg konunnar. Heilbrigðasta sæðið er valið úr prufu mannsins og einni sæðisfrumu sprautað inn í hvert egg. Ef eggin frjóvgast og byrja að skipta sér eru líkurnar á að meðferðin heppnist mjög svipuð og gerist og gengur með glasafrjóvganir.