Tíðahringurinn
Aðalhlutverkið í tíðahring kvenna leika fjögur hormón, sem heita estrógen, prógesterón, FSH og LH.
FSH stendur fyrir Follicular Stimulating Hormone sem útleggst sem Hormón sem örvar eggjastokka. FSH gegnir með öðrum orðum því hlutverki að örva eggjastokka konunnar til að þroska egg og er því oft kallað kynfrumukveikja. Þegar FSH örvar eggjastokkana, í upphafi tíðahringsins, byrja þeir að framleiða aukið magn af estrógeni.
Estrógen sér meðal annars um að byggja upp legslímuna. Eftir því sem nær dregur egglosi, verður magn estrógens í líkamanum sífellt meira. Þegar hámarki er náð, verður þetta til þess að hormónið LH nær skyndilegum toppi og egglos verður skömmu síðar.
LH stendur fyrir Luteinizing Hormone, sem hefur verið þýtt á íslensku sem gulbússtýrihormón eða gulbúskveikja.
Progesterón er hormón sem flestir kannast við, og fyrir tilstuðlan þess viðhelst slímhimna legsins eftir að egglos hefur orðið, svo legið geti tekið á móti frjóvguðu eggi. Með auknu magni prógesteróns í líkamanum eykst líkamshitinn, og því hækkar líkamshiti kvenna yfirleitt um hálfa gráðu þegar egglos hefur orðið og prógesterónið eykst. Þegar tíðahringnum fer að ljúka, minnkar magn prógesteróns og estrógens í líkamanum og líkamshitinn lækkar. Ef konan verður þunguð, helst líkamshitinn aftur á móti hár. Þegar hormónin hafa náð ákveðnu lágmarki, hefjast blæðingar og þar með nýr tíðahringur.
Grafið sýnir dæmigerða mynd af því hvernig hormónagildi heilbrigðra kvenna breytast í gegnum tíðahringinn.
Á þessu grafi er tíðahring kvenna skipt í þrjá hluta, blæðingar, eggbússkeið – follicular phase og gulbússkeið – lutheal phase. Mörk eggbússkeiðs og gulbússkeiðs eru egglosið, sem yfirleitt verður í kringum 14. dag tíðahringsins, ef konan er með 28 daga tíðahring. Athugið að það er alls ekki algilt, og konur geta ekki alltaf treyst á að egglos verði á 14. degi.
Nær lagi er að reikna með egglosi um 14 dögum fyrir 1. dag næstu blæðinga. Þó eru ekki allar konur sem hafa egglos 14 dögum fyrir blæðingar, þótt það gildi um flestar konur, það getur verið eðlilegt að konur hafi egglos 12-16 dögum fyrir blæðingar. Ef styttri tími en 12 dagar líður á milli eggloss og blæðinga getur verið hætta á því að fósturvísir sem hefur grafið sig niður í slímhúðina í leginu skolist út með blæðingum. 1. dagur blæðinga telst sá dagur þar sem verður fyrst rauð blæðing. Ef margir dagar líða þar sem er bara brún/bleik blæðing áður en rauð blæðing hefst, þá getur það verið merki um eitthvert hormónaójafnvægi.
Ástæðan fyrir því að hormónagetnaðarvarnir virka, er sú að hormónin estrógen og prógesterón, sem venjulega er í þessum getnaðarvörnum, kemur í veg fyrir að hormónið LH nái þeim toppi sem þarf til að egglos verði (sjá mynd að ofan). Þar sem þessi tvö áðurnefndu hormón bæla magn LH þá verður ekkert egglos hjá konum sem þau taka og þar af leiðandi verða þær ekki barnshafandi.
Eggbússkeið – Fyrsta skrefið – Eggþroskinn
Þegar magn estrógens og prógestróns ná lágmarki í líkamanum við lok tíðahringsins, byrjar konan á blæðingum og þar með hefst nýr tíðarhringur. Þetta lágmark sendir skilaboð til undirstúku heilans sem sendir frá sér boðefnið GnRH (Gonadotropin Releasing Hormone – sem mætti kalla kynhormónakveikju á íslensku) til heiladingulsins. Heiladingullinn fer að framleiða FSH í miklu magni og LH smám saman. Um það leyti sem blæðingum lýkur nær magn FSH hámarki og mörg eggbú fyrja að þroskast í eggjastokkunum. LH hefur á þessum tíma aukist lítillega.
Eggbúin sem byra að þroskast hafa að geyma frumur sem gegna mikilvægu hlutverki í tíðarhringnum. Þessar frumur byrja að framleiða estrógen tegund sem heitir estradiol. Önnur tegund frumna í eggbúinu verða fyrir áhrifum af LH og byrja að framleiða hormónið androgen. Það sem svo ræður því hvaða eggbú ná að þroskast áfram og hver eiga eftir að hrörna er samspilið á milli estradiols og androgens í hverju eggbúi.
Eggbúið sem framleiðir mest estradiol fer fram úr öllum hinum í þroska. Þeim mun meira estradiol þeim mun meiri áhrif hefur FSH á eggbúið. Þetta eggbú sendir svo skilaboð til heiladingulsins um að minnka FSH til hinna eggbúanna sem í kjölfarið minnka aftur. Þar sem þetta eina stóra eggbú heldur áfram að fá FSH nær það fullum þroska. Samhliða þessu veldur estradiolið því að legslíman fer að þykkna og útferð frá leggöngum eykst.
Þegar eggbúið er tilbúið gefur það frá sér stóraukið magn estrodiols. Þegar það nær hámarki minnkar magn FSH og prógestrónmagnið byrjar að rísa. Þetta hefur svo aftur þau áhrif að heiladingullinn sendir frá sér ofboðslega mikið af LH. Þegar þar er komið myndast vökvi í eggjastokknum fyrir tilstuðlan LH. Vökvinn þrýstir eggbúinu smám saman upp að vegg eggjastokksins og egginu upp að vegg eggbúsins. Þegar LH nær hámarki gefa eggbúið og eggjastokkurinn eftir og eggið losnar ásamt vökvanum úr eggjastokknum og eggið byrjar ferðalag sitt niður eggjaleiðarana. Ef það frjóvgast ekki innan sólarhrings deyr það og berst út með tíðablóðinu.
Þegar egglosið verður skilur það eftir sig tómt eggbú sem nú nefnist gulbú.
Gulbússkeið – Undirbúningur fyrir þungun
Gulbúið framleiðir prógesterón og stöðvar tímabundið þroska hinna eggbúanna fram að næsta tíðahring. Prógesterónið hefur líka þau áhrif að legslíman sem var byrjuð að þykkna á fyrri hluta tíðahringsins þykknar enn frekar og eykur líkur á að fósturvísirinn festi sig. Gulbúið framleiðir einnig estrógen í litlu magni sem hefur jákvæð áhrif á legslímuna og bætir skilyrðin fyrir fósturvísinn í leginu.
Um það bil viku eftir egglos nær magn prógesteróns í líkamanum hámarki. Eftir það byrjar það að dala og sama gerist með estrógenmagnið í líkamanum.
Ef fósturvísir hefur náð að hreiðra um sig í leginu á þessum tímapunkti byrjar hann að framleiða enn annað hormón, HCG (Human Chorionic Gonatropin) sem er kallað þungunarhormón á íslensku. Þetta hormón hefur þau áhrif að gulbúið hrörnar ekki en heldur áfram að framleiða prógesterón sem er nauðsynlegt til að fósturvísirinn nái að dafna. Þetta þýðir að í stað þess að líkamshiti konunnar lækki í lok tíðahringsins helst hann hár gagnstætt því sem sést á grafinu.
Ef fósturvísirinn nær hins vegar ekki að festa sig minnkar magn FSH og LH sem veldur því að gulbúið hrörnar hratt og verður að örvef. Þegar mang prógesteróns og estrógens ná lágmarki tekur undirstúka heilans aftur við sér og sendir nýjan skammt af kynfrumnakveikjunni GnRH, FSH og LSH fer að hækka og nýr tíðahringur hefst.
Um eggjahvítuslím og frjóvgun
Til þess að sæði komist upp í leghálsinn þarf konan að hafa frjósamt slím í leggöngunum og leghálsi, sem oft er kallað eggjahvítuslím vegna áferðarinnar sem er glær og teygjanleg líkt og hrá eggjahvíta. Þetta slím hefur þann eiginleika að sæði á mun auðveldara að komast upp leggöng og legháls konunnar, í gegnum legið og upp í eggjaleiðarana þar sem stefnumót við egg á að verða, en situr ekki fast við leghálsinn og deyr þar. Slímið verndar sæðið fyrir súru umhverfi legganganna og legsins sem er annars ekki jákvætt fyrir það. Þetta leyfir sæðinu að lifa í allt að 5 daga í líkama konunnar. Ef ekkert frjósamt slím er til staðar deyr sæðið inna fáeinna klukkustunda og kemst aldrei á áfangastað. Slímið breytist í gegnum tíðarhringinn en í kring um egglos verður það frjósamast. Þó eru ekki allar konur sem framleiða þetta eggjahvítuslím sem skiptir talsverðu máli upp á líkur á frjóvgun í hverjum mánuði.
Vert er að minnast á að lyf sem innihalda antihistamín geta þurrkað upp slím leggangnanna.
Aðalhlutverkið í tíðahring kvenna leika fjögur hormón, sem heita estrógen, prógesterón, FSH og LH.
FSH stendur fyrir Follicular Stimulating Hormone sem útleggst sem Hormón sem örvar eggjastokka. FSH gegnir með öðrum orðum því hlutverki að örva eggjastokka konunnar til að þroska egg og er því oft kallað kynfrumukveikja. Þegar FSH örvar eggjastokkana, í upphafi tíðahringsins, byrja þeir að framleiða aukið magn af estrógeni.
Estrógen sér meðal annars um að byggja upp legslímuna. Eftir því sem nær dregur egglosi, verður magn estrógens í líkamanum sífellt meira. Þegar hámarki er náð, verður þetta til þess að hormónið LH nær skyndilegum toppi og egglos verður skömmu síðar.
LH stendur fyrir Luteinizing Hormone, sem hefur verið þýtt á íslensku sem gulbússtýrihormón eða gulbúskveikja.
Progesterón er hormón sem flestir kannast við, og fyrir tilstuðlan þess viðhelst slímhimna legsins eftir að egglos hefur orðið, svo legið geti tekið á móti frjóvguðu eggi. Með auknu magni prógesteróns í líkamanum eykst líkamshitinn, og því hækkar líkamshiti kvenna yfirleitt um hálfa gráðu þegar egglos hefur orðið og prógesterónið eykst. Þegar tíðahringnum fer að ljúka, minnkar magn prógesteróns og estrógens í líkamanum og líkamshitinn lækkar. Ef konan verður þunguð, helst líkamshitinn aftur á móti hár. Þegar hormónin hafa náð ákveðnu lágmarki, hefjast blæðingar og þar með nýr tíðahringur.
Grafið sýnir dæmigerða mynd af því hvernig hormónagildi heilbrigðra kvenna breytast í gegnum tíðahringinn.
Á þessu grafi er tíðahring kvenna skipt í þrjá hluta, blæðingar, eggbússkeið – follicular phase og gulbússkeið – lutheal phase. Mörk eggbússkeiðs og gulbússkeiðs eru egglosið, sem yfirleitt verður í kringum 14. dag tíðahringsins, ef konan er með 28 daga tíðahring. Athugið að það er alls ekki algilt, og konur geta ekki alltaf treyst á að egglos verði á 14. degi.
Nær lagi er að reikna með egglosi um 14 dögum fyrir 1. dag næstu blæðinga. Þó eru ekki allar konur sem hafa egglos 14 dögum fyrir blæðingar, þótt það gildi um flestar konur, það getur verið eðlilegt að konur hafi egglos 12-16 dögum fyrir blæðingar. Ef styttri tími en 12 dagar líður á milli eggloss og blæðinga getur verið hætta á því að fósturvísir sem hefur grafið sig niður í slímhúðina í leginu skolist út með blæðingum. 1. dagur blæðinga telst sá dagur þar sem verður fyrst rauð blæðing. Ef margir dagar líða þar sem er bara brún/bleik blæðing áður en rauð blæðing hefst, þá getur það verið merki um eitthvert hormónaójafnvægi.
Ástæðan fyrir því að hormónagetnaðarvarnir virka, er sú að hormónin estrógen og prógesterón, sem venjulega er í þessum getnaðarvörnum, kemur í veg fyrir að hormónið LH nái þeim toppi sem þarf til að egglos verði (sjá mynd að ofan). Þar sem þessi tvö áðurnefndu hormón bæla magn LH þá verður ekkert egglos hjá konum sem þau taka og þar af leiðandi verða þær ekki barnshafandi.
Eggbússkeið – Fyrsta skrefið – Eggþroskinn
Þegar magn estrógens og prógestróns ná lágmarki í líkamanum við lok tíðahringsins, byrjar konan á blæðingum og þar með hefst nýr tíðarhringur. Þetta lágmark sendir skilaboð til undirstúku heilans sem sendir frá sér boðefnið GnRH (Gonadotropin Releasing Hormone – sem mætti kalla kynhormónakveikju á íslensku) til heiladingulsins. Heiladingullinn fer að framleiða FSH í miklu magni og LH smám saman. Um það leyti sem blæðingum lýkur nær magn FSH hámarki og mörg eggbú fyrja að þroskast í eggjastokkunum. LH hefur á þessum tíma aukist lítillega.
Eggbúin sem byra að þroskast hafa að geyma frumur sem gegna mikilvægu hlutverki í tíðarhringnum. Þessar frumur byrja að framleiða estrógen tegund sem heitir estradiol. Önnur tegund frumna í eggbúinu verða fyrir áhrifum af LH og byrja að framleiða hormónið androgen. Það sem svo ræður því hvaða eggbú ná að þroskast áfram og hver eiga eftir að hrörna er samspilið á milli estradiols og androgens í hverju eggbúi.
Eggbúið sem framleiðir mest estradiol fer fram úr öllum hinum í þroska. Þeim mun meira estradiol þeim mun meiri áhrif hefur FSH á eggbúið. Þetta eggbú sendir svo skilaboð til heiladingulsins um að minnka FSH til hinna eggbúanna sem í kjölfarið minnka aftur. Þar sem þetta eina stóra eggbú heldur áfram að fá FSH nær það fullum þroska. Samhliða þessu veldur estradiolið því að legslíman fer að þykkna og útferð frá leggöngum eykst.
Þegar eggbúið er tilbúið gefur það frá sér stóraukið magn estrodiols. Þegar það nær hámarki minnkar magn FSH og prógestrónmagnið byrjar að rísa. Þetta hefur svo aftur þau áhrif að heiladingullinn sendir frá sér ofboðslega mikið af LH. Þegar þar er komið myndast vökvi í eggjastokknum fyrir tilstuðlan LH. Vökvinn þrýstir eggbúinu smám saman upp að vegg eggjastokksins og egginu upp að vegg eggbúsins. Þegar LH nær hámarki gefa eggbúið og eggjastokkurinn eftir og eggið losnar ásamt vökvanum úr eggjastokknum og eggið byrjar ferðalag sitt niður eggjaleiðarana. Ef það frjóvgast ekki innan sólarhrings deyr það og berst út með tíðablóðinu.
Þegar egglosið verður skilur það eftir sig tómt eggbú sem nú nefnist gulbú.
Gulbússkeið – Undirbúningur fyrir þungun
Gulbúið framleiðir prógesterón og stöðvar tímabundið þroska hinna eggbúanna fram að næsta tíðahring. Prógesterónið hefur líka þau áhrif að legslíman sem var byrjuð að þykkna á fyrri hluta tíðahringsins þykknar enn frekar og eykur líkur á að fósturvísirinn festi sig. Gulbúið framleiðir einnig estrógen í litlu magni sem hefur jákvæð áhrif á legslímuna og bætir skilyrðin fyrir fósturvísinn í leginu.
Um það bil viku eftir egglos nær magn prógesteróns í líkamanum hámarki. Eftir það byrjar það að dala og sama gerist með estrógenmagnið í líkamanum.
Ef fósturvísir hefur náð að hreiðra um sig í leginu á þessum tímapunkti byrjar hann að framleiða enn annað hormón, HCG (Human Chorionic Gonatropin) sem er kallað þungunarhormón á íslensku. Þetta hormón hefur þau áhrif að gulbúið hrörnar ekki en heldur áfram að framleiða prógesterón sem er nauðsynlegt til að fósturvísirinn nái að dafna. Þetta þýðir að í stað þess að líkamshiti konunnar lækki í lok tíðahringsins helst hann hár gagnstætt því sem sést á grafinu.
Ef fósturvísirinn nær hins vegar ekki að festa sig minnkar magn FSH og LH sem veldur því að gulbúið hrörnar hratt og verður að örvef. Þegar mang prógesteróns og estrógens ná lágmarki tekur undirstúka heilans aftur við sér og sendir nýjan skammt af kynfrumnakveikjunni GnRH, FSH og LSH fer að hækka og nýr tíðahringur hefst.
Um eggjahvítuslím og frjóvgun
Til þess að sæði komist upp í leghálsinn þarf konan að hafa frjósamt slím í leggöngunum og leghálsi, sem oft er kallað eggjahvítuslím vegna áferðarinnar sem er glær og teygjanleg líkt og hrá eggjahvíta. Þetta slím hefur þann eiginleika að sæði á mun auðveldara að komast upp leggöng og legháls konunnar, í gegnum legið og upp í eggjaleiðarana þar sem stefnumót við egg á að verða, en situr ekki fast við leghálsinn og deyr þar. Slímið verndar sæðið fyrir súru umhverfi legganganna og legsins sem er annars ekki jákvætt fyrir það. Þetta leyfir sæðinu að lifa í allt að 5 daga í líkama konunnar. Ef ekkert frjósamt slím er til staðar deyr sæðið inna fáeinna klukkustunda og kemst aldrei á áfangastað. Slímið breytist í gegnum tíðarhringinn en í kring um egglos verður það frjósamast. Þó eru ekki allar konur sem framleiða þetta eggjahvítuslím sem skiptir talsverðu máli upp á líkur á frjóvgun í hverjum mánuði.
Vert er að minnast á að lyf sem innihalda antihistamín geta þurrkað upp slím leggangnanna.