Rannsóknir
Helstu rannsóknir sem gerðar eru á frjósemi kvenna eru:
Röntgenmynd af legi og eggjaleiðurum – HSG
Í einhverjum tilfellum eru konur sendar í röntgenmyndatöku af legi og eggjaleiðurum til að skoða meðal annars hvort eggjaleiðararnir séu stíflaðir, hvort legið sé eðlilegt í laginu eða hvort í því séu separ. Þetta er mikið minna inngrip heldur en t.d. kviðarholsspeglun.
Best er að framkvæma rannsóknina 2 – 5 dögum eftir að blæðingum lýkur og áður en af egglosi verður til að hugsanlegt fóstur hljóti ekki skaða af.
Rannsóknin fer þannig fram að litarefni er sprautað inn í legið og eggjaleiðarana og röntgenmynd tekin.
Í einhverjum tilfellum hafa stíflaðir eggjaleiðarar opnast við rannsóknina og frjósemi hefur aukist hjá konunni, að minnsta kosti tímabundið.
- Blóðprufur
- Kviðarholspeglun