Ófrjósemi og kynlífið
Hið andlega áfall sem fylgir því að vera greindur með ófrjósemi og hið tilfinningalega álag sem fylgir í kjölfarið er vel þekkt meðal þeirra sem kljást við ófrjósemi. Eftir því sem framboð á ráðgjöf og stuðningi handa þessum hópi hefur aukist hefur það orðið æ betur ljóst hvaða áhrif ófrjósemi hefur á sálarlíf fólks. Þar af leiðandi hafa pör sem kljást við ófrjósemi getað fengið meiri og markvissari hjálp vegna þeirra sálrænu vandamála sem af ófrjóseminni hljótast.
Hins vegar er ljóst að sum þeirra vandamála sem eru hvað persónulegust í lífi hvers pars hafa ekki fengið mikla umræðu í heilbrigðiskerfinu. Ástæðurnar geta verið margar, svo sem vandræðagangur, þekkingarskortur, eða jafnvel tímaskortur. Tilgangurinn með þessari grein er að svara einhverjum af þeim fjölmörgu spurningum sem pör með ófrjósemi velta fyrir sér.
Af hverju veldur kynlífið okkur vonbrigðum núna?
Nauðsynlegt er að hafa í huga að ástarsambandið ykkar hefur aðra kosti. Kynlíf hefur í för með sér líkamlega ánægju og gefur mikla nánd sem er nauðsynlegt til að halda í ánægjuna og huggunina sem er nauðsynleg hverju ástarsambandi. Oft getur það verið erfitt að viðhalda ánægjunni sem kynlífið veitir þegar lífið snýst um að geta barn.
Förum við rétt að?
Mörg pör velta því fyrir sér hvort þau geta á einhvern hátt bætt líkur sínar á getnaði með því að breyta kynlífsvenjum sínum. Svarið við þessu er einfalt. Ef sæði karlmannsins kemst inn í leggöng konunnar, þá er möguleikinn á getnaði til staðar. Engin sönnun hefur fengist fyrir því að ein ákveðin stelling veiti betri árangur en aðrar. Ekki hefur heldur fengist nein sönnun fyrir því að konum, sem leggjast í ákveðnar stellingar eftir kynmök, gangi betur en öðrum. Algengt er að hluti sæðisins leki út úr leggöngunum eftir samfarir. Þetta hefur yfirleitt ekkert að gera með frjósemi parsins.
Sumar konur fara í svokallað Post coital próf (bein þýðing á þessu er Eftir samfarir próf). Það staðfestir hvort sæði mannsins nær inn í leg konunnar eða ekki og getur gefið vísbendingu um það hvort sæði mannsins á óvenjulega erfitt uppdráttar í legi konunnar. Prófið fer þannig fram að fáeinum stundum eftir samfarir mætir konan á meðferðastofu. Þar er framkvæmd skoðun í gegnum leggöngin. Fyrir konuna er skoðunin svipuð og þegar verið er að taka strok úr leggöngum. Prófið er yfirleitt ekki gert nema læknir telji sérstaka ástæðu til þess, eða þegar parið biður sérstaklega um að það sé gert, þar eð prófið gefur oft ekki óyggjandi upplýsingar um það hvaða meðferð hentar parinu best.
Athugið að lykilatriði í framkvæmd þessa prófs er að það sé framkvæmt á frjósamasta degi konunnar, rétt um það bil sem hún hefur egglos. Ef prófið er framkvæmt á vitlausum tíma, gefur það kolrangar upplýsingar um frjósemi parsins.
Hvenær eigum við að elskast?
Konur eru aðeins frjóar í fáeina daga í hverjum tíðahring. Því er mikilvægt að parið njóti ásta á þessu ákveðna tímabili. Hins vegar er ekki skynsamlegt að stunda ástalíf aðeins í kringum þessa fáu daga í hringnum. Mat parsins á því hvenær frjósama tímabilið hjá konunni er, eru ekki alltaf nákvæmar og þess vegna er mikilvægt að parið hafi samfarir reglulega svo það missi ekki af frjósama tíma konunnar. Ef það er ekki gert, kann það að koma í veg fyrir að konan verði ófrísk þar sem parið missir þá alltaf af frjósamasta tímabilinu í tíðahringnum.
Almenna reglan er sú að konur hafa egglos um 14 dögum fyrir áætlaðan fyrsta dag blæðinga. Best er, skv. þessari aðferð, að telja fyrsta dag blæðinga þann dag þegar rauð blæðing hefst. Til að finna út hvenær egglosið verður, þarf því að draga 14 daga frá lengd tíðahrings konunnar. Talan sem þá fæst út er samkvæmt þessu því frjósamasti dagur konunnar, þ.e. sá dagur sem hún hefur egglos. Þó verður að gera ráð fyrir því að tímabilið frá egglosi að blæðingum getur verið mislangt milli kvenna, eða frá 12-16 dagar. Sem dæmi má taka konu sem er með reglulegan 33 daga tíðahring. Þessi kona dregur því 14 daga frá þeim 33 dögum sem eru í hennar tíðahring. Útkoman er 19, og því hefur hún að öllum líkindum egglos á 19. degi eftir fyrsta dag blæðinga. Í kringum þennan frjósama tíma verður oft breyting á útferð legganganna sem verður glær og teygjanleg. Þegar konan verður vör við þetta frjósama slím þá er rétti tíminn til að stunda kynlíf.
Hversu oft eigum við að stunda kynlíf?
Eins og fyrr segir eru margir kostir sem fylgja því að stunda kynlíf að undanskildum hugsanlegum getnaði. Besta svarið við þessari spurningu er því: Eins oft og ykkur lystir. Það er slæm hugmynd að bíða eftir frjósama tímabilinu því að ef það hefst aðeins fyrr en útreikningar ykkar gera ráð fyrir, getur það valdið því að möguleikar á getnaði eru mun minni en ella. Enn mikilvægara er þó að hafa í huga að ef karlmaðurinn bíður lengi á milli þess sem hann hefur sáðlát, þar sem rétti dagurinn er ekki runninn upp, þá getur það haft neikvæð áhrif á gæði sæðisins. Þar með minnka líkurnar á getnaði enn frekar. Enginn skaði er skeður þótt þið njótið ásta mjög oft, ef þið bæði viljið. Hins vegar er ólíklegt að líkurnar á getnaði aukist eitthvað við það. Þumalputtareglan er sú að sæði getur lifað í konunni í að minnsta kosti 3-4 daga eftir kynmök í kringum frjósama tímann en eggið lifir eingöngu í um það bil 20 klukkustundir. Þess vegna tryggir kynlíf 2 sinnum í viku nokkuð vel að sæði sé til staðar þegar egglosið verður og gefur því góðar líkur á getnaði ef ekki koma til önnur vandamál.
Hvaða áhrif munu allar þessar rannsóknir hafa á okkur?
Það er mjög algengt að pör sem undirgangast frjósemismeðferðir fái á tilfinningu að þau séu undir smásjánni meira og minna. Þeim líður eins og það hafi verið ráðist inn í einkalíf þeirra og að stöðugt sé verið að hafa auga með þeim. Þegar verið er að leita skýringa á ófrjóseminni er einnig verið að leita að „sökudólgi“ og finna einhvern til að kenna um ófrjósemina. Streitan sem þessu fylgir veldur oft togstreitu og stressi sem getur endurspeglast í kynlífi parsins. Ef skýringin sem loks finnst á ófrjóseminni þýðir að parið hefur enga von um að geta barn heima í rúmi, getur parinu liðið þannig að nú sé enginn tilgangur með kynlífinu lengur. Ástæðulaust sé að stunda kynlíf þegar árangurinn getur enginn orðið. Nú er mögulegt að ljúka við allar nauðsynlegar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum sem ákvarða frjósemina innan nokkurra mánaða. Því er vonandi að með tíð og tíma styttist þessi óvissu- og erfiðleikatími. Eina skiptið sem pör í þessari stöðu eru stundum beðin um að halda sig frá kynlífi er áður en eggjaleiðarar konunnar eru rannsakaðir. Slík rannsókn getur farið fram með röntgenmyndatöku eða með kviðarholsaðgerð. Ástæðan er sú að mjög mikilvægt er að fullljóst sé að konan sé ekki ófrísk þegar þessi rannsókn er gerð.
Megum við halda áfram að stunda kynlíf á meðan meðferð stendur?
Almennt talað er ráðlegt að parið stundi sitt kynlíf eins og venjulega á meðan meðferð við ófrjósemi stendur. Þó getur þetta verið erfiðleikum bundið ef konan hefur fengið lyf til að örva eggjastokkana þar sem kviðurinn getur verið viðkvæmur og kynlífið getur valdið konunni óþægindum. Engar sannanir eru fyrir því að kynlíf á meðan glasafrjóvgunar-meðferð stendur, svo dæmi sé tekið, minnki líkurnar á þungun. Hins vegar finnst mörgum pörum meðferðin mjög erfið á sálina og finna því ekki til löngunar til að stunda kynlíf á meðan henni stendur.
Þegar pör undirgangast sumar frjósemismeðferðir er nauðsynlegt að parið stundi kynlíf á ákveðnum tímum. Sem dæmi má taka meðferðir með frjósemislyfjum sem eiga að auka líkur á egglosi, svo sem Pergotime. Aðrar meðferðir krefjast þess að parið haldi sig frá kynlífi í nokkra daga, yfirleitt er til dæmis mælt með að par stundi ekki kynlíf eftir uppsetningu á fósturvísi eftir glasa- eða smásjárfrjóvgun. Ef þetta er nauðsynlegt mun læknirinn ykkar eða starfsfólk meðferðastofu útskýra hvernig í málunum liggur, eftir því hvað við á.
Við eigum við vandamál að stríða í kynlífinu, Get ég samt orðið ófrísk?
Sum pör geta ekki stundað kynlíf á fullnægjandi hátt vegna sálfræðilegra vandamála. Oftast nær er best að leysa slík vandamál með því að hitta ráðgjafa í slíkum málum. Aðrir eiga við líkamleg vandamál að stríða og þá er oftast hægt að laga þau með annað hvort skurðaðgerð eða lyfjagjöf. Ef karlmaður getur framkallað sáðlát er mögulegt fyrir parið að finna út frjósamasta tímabil konunnar og framkvæma tæknifrjóvgun þá. Oft er mögulegt að framkvæma þetta heima en læknirinn ykkar eða meðferðastofa ætti að geta gefið ykkur ráðleggingar um það hvernig best er að fara að.
Hver hjálpar okkur ef við eigum við vandamál að stríða?
Það er alltaf best að byrja á því að tala um vandamálin. Ef þið talið opinskátt um vandann, þá er mjög líklegt að þið finnið sameiginlega lausn á honum. Þetta er hins vegar oft mjög erfitt umræðuefni. Bara að finna réttu orðin getur verið erfitt og ruglað fólk í ríminu. Oft getur verið gott að leita til félagsráðgjafa eða sálfræðings til að hjálpa til við að leysa vandann ef þörf er á. Leitið til meðferðastofu eða annarra í sömu stöðu til að fá leiðbeiningar um hvert best er að leita.
Höfundur: Alison Murdoch, Bsc. MD., ráðgjafi og kvensjúkdómafræðingur.
Útgefandi: CHILD, National Infertility Support Network, Bretlandi – nú Infertility Network UK
Hins vegar er ljóst að sum þeirra vandamála sem eru hvað persónulegust í lífi hvers pars hafa ekki fengið mikla umræðu í heilbrigðiskerfinu. Ástæðurnar geta verið margar, svo sem vandræðagangur, þekkingarskortur, eða jafnvel tímaskortur. Tilgangurinn með þessari grein er að svara einhverjum af þeim fjölmörgu spurningum sem pör með ófrjósemi velta fyrir sér.
Af hverju veldur kynlífið okkur vonbrigðum núna?
Nauðsynlegt er að hafa í huga að ástarsambandið ykkar hefur aðra kosti. Kynlíf hefur í för með sér líkamlega ánægju og gefur mikla nánd sem er nauðsynlegt til að halda í ánægjuna og huggunina sem er nauðsynleg hverju ástarsambandi. Oft getur það verið erfitt að viðhalda ánægjunni sem kynlífið veitir þegar lífið snýst um að geta barn.
Förum við rétt að?
Mörg pör velta því fyrir sér hvort þau geta á einhvern hátt bætt líkur sínar á getnaði með því að breyta kynlífsvenjum sínum. Svarið við þessu er einfalt. Ef sæði karlmannsins kemst inn í leggöng konunnar, þá er möguleikinn á getnaði til staðar. Engin sönnun hefur fengist fyrir því að ein ákveðin stelling veiti betri árangur en aðrar. Ekki hefur heldur fengist nein sönnun fyrir því að konum, sem leggjast í ákveðnar stellingar eftir kynmök, gangi betur en öðrum. Algengt er að hluti sæðisins leki út úr leggöngunum eftir samfarir. Þetta hefur yfirleitt ekkert að gera með frjósemi parsins.
Sumar konur fara í svokallað Post coital próf (bein þýðing á þessu er Eftir samfarir próf). Það staðfestir hvort sæði mannsins nær inn í leg konunnar eða ekki og getur gefið vísbendingu um það hvort sæði mannsins á óvenjulega erfitt uppdráttar í legi konunnar. Prófið fer þannig fram að fáeinum stundum eftir samfarir mætir konan á meðferðastofu. Þar er framkvæmd skoðun í gegnum leggöngin. Fyrir konuna er skoðunin svipuð og þegar verið er að taka strok úr leggöngum. Prófið er yfirleitt ekki gert nema læknir telji sérstaka ástæðu til þess, eða þegar parið biður sérstaklega um að það sé gert, þar eð prófið gefur oft ekki óyggjandi upplýsingar um það hvaða meðferð hentar parinu best.
Athugið að lykilatriði í framkvæmd þessa prófs er að það sé framkvæmt á frjósamasta degi konunnar, rétt um það bil sem hún hefur egglos. Ef prófið er framkvæmt á vitlausum tíma, gefur það kolrangar upplýsingar um frjósemi parsins.
Hvenær eigum við að elskast?
Konur eru aðeins frjóar í fáeina daga í hverjum tíðahring. Því er mikilvægt að parið njóti ásta á þessu ákveðna tímabili. Hins vegar er ekki skynsamlegt að stunda ástalíf aðeins í kringum þessa fáu daga í hringnum. Mat parsins á því hvenær frjósama tímabilið hjá konunni er, eru ekki alltaf nákvæmar og þess vegna er mikilvægt að parið hafi samfarir reglulega svo það missi ekki af frjósama tíma konunnar. Ef það er ekki gert, kann það að koma í veg fyrir að konan verði ófrísk þar sem parið missir þá alltaf af frjósamasta tímabilinu í tíðahringnum.
Almenna reglan er sú að konur hafa egglos um 14 dögum fyrir áætlaðan fyrsta dag blæðinga. Best er, skv. þessari aðferð, að telja fyrsta dag blæðinga þann dag þegar rauð blæðing hefst. Til að finna út hvenær egglosið verður, þarf því að draga 14 daga frá lengd tíðahrings konunnar. Talan sem þá fæst út er samkvæmt þessu því frjósamasti dagur konunnar, þ.e. sá dagur sem hún hefur egglos. Þó verður að gera ráð fyrir því að tímabilið frá egglosi að blæðingum getur verið mislangt milli kvenna, eða frá 12-16 dagar. Sem dæmi má taka konu sem er með reglulegan 33 daga tíðahring. Þessi kona dregur því 14 daga frá þeim 33 dögum sem eru í hennar tíðahring. Útkoman er 19, og því hefur hún að öllum líkindum egglos á 19. degi eftir fyrsta dag blæðinga. Í kringum þennan frjósama tíma verður oft breyting á útferð legganganna sem verður glær og teygjanleg. Þegar konan verður vör við þetta frjósama slím þá er rétti tíminn til að stunda kynlíf.
Hversu oft eigum við að stunda kynlíf?
Eins og fyrr segir eru margir kostir sem fylgja því að stunda kynlíf að undanskildum hugsanlegum getnaði. Besta svarið við þessari spurningu er því: Eins oft og ykkur lystir. Það er slæm hugmynd að bíða eftir frjósama tímabilinu því að ef það hefst aðeins fyrr en útreikningar ykkar gera ráð fyrir, getur það valdið því að möguleikar á getnaði eru mun minni en ella. Enn mikilvægara er þó að hafa í huga að ef karlmaðurinn bíður lengi á milli þess sem hann hefur sáðlát, þar sem rétti dagurinn er ekki runninn upp, þá getur það haft neikvæð áhrif á gæði sæðisins. Þar með minnka líkurnar á getnaði enn frekar. Enginn skaði er skeður þótt þið njótið ásta mjög oft, ef þið bæði viljið. Hins vegar er ólíklegt að líkurnar á getnaði aukist eitthvað við það. Þumalputtareglan er sú að sæði getur lifað í konunni í að minnsta kosti 3-4 daga eftir kynmök í kringum frjósama tímann en eggið lifir eingöngu í um það bil 20 klukkustundir. Þess vegna tryggir kynlíf 2 sinnum í viku nokkuð vel að sæði sé til staðar þegar egglosið verður og gefur því góðar líkur á getnaði ef ekki koma til önnur vandamál.
Hvaða áhrif munu allar þessar rannsóknir hafa á okkur?
Það er mjög algengt að pör sem undirgangast frjósemismeðferðir fái á tilfinningu að þau séu undir smásjánni meira og minna. Þeim líður eins og það hafi verið ráðist inn í einkalíf þeirra og að stöðugt sé verið að hafa auga með þeim. Þegar verið er að leita skýringa á ófrjóseminni er einnig verið að leita að „sökudólgi“ og finna einhvern til að kenna um ófrjósemina. Streitan sem þessu fylgir veldur oft togstreitu og stressi sem getur endurspeglast í kynlífi parsins. Ef skýringin sem loks finnst á ófrjóseminni þýðir að parið hefur enga von um að geta barn heima í rúmi, getur parinu liðið þannig að nú sé enginn tilgangur með kynlífinu lengur. Ástæðulaust sé að stunda kynlíf þegar árangurinn getur enginn orðið. Nú er mögulegt að ljúka við allar nauðsynlegar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum sem ákvarða frjósemina innan nokkurra mánaða. Því er vonandi að með tíð og tíma styttist þessi óvissu- og erfiðleikatími. Eina skiptið sem pör í þessari stöðu eru stundum beðin um að halda sig frá kynlífi er áður en eggjaleiðarar konunnar eru rannsakaðir. Slík rannsókn getur farið fram með röntgenmyndatöku eða með kviðarholsaðgerð. Ástæðan er sú að mjög mikilvægt er að fullljóst sé að konan sé ekki ófrísk þegar þessi rannsókn er gerð.
Megum við halda áfram að stunda kynlíf á meðan meðferð stendur?
Almennt talað er ráðlegt að parið stundi sitt kynlíf eins og venjulega á meðan meðferð við ófrjósemi stendur. Þó getur þetta verið erfiðleikum bundið ef konan hefur fengið lyf til að örva eggjastokkana þar sem kviðurinn getur verið viðkvæmur og kynlífið getur valdið konunni óþægindum. Engar sannanir eru fyrir því að kynlíf á meðan glasafrjóvgunar-meðferð stendur, svo dæmi sé tekið, minnki líkurnar á þungun. Hins vegar finnst mörgum pörum meðferðin mjög erfið á sálina og finna því ekki til löngunar til að stunda kynlíf á meðan henni stendur.
Þegar pör undirgangast sumar frjósemismeðferðir er nauðsynlegt að parið stundi kynlíf á ákveðnum tímum. Sem dæmi má taka meðferðir með frjósemislyfjum sem eiga að auka líkur á egglosi, svo sem Pergotime. Aðrar meðferðir krefjast þess að parið haldi sig frá kynlífi í nokkra daga, yfirleitt er til dæmis mælt með að par stundi ekki kynlíf eftir uppsetningu á fósturvísi eftir glasa- eða smásjárfrjóvgun. Ef þetta er nauðsynlegt mun læknirinn ykkar eða starfsfólk meðferðastofu útskýra hvernig í málunum liggur, eftir því hvað við á.
Við eigum við vandamál að stríða í kynlífinu, Get ég samt orðið ófrísk?
Sum pör geta ekki stundað kynlíf á fullnægjandi hátt vegna sálfræðilegra vandamála. Oftast nær er best að leysa slík vandamál með því að hitta ráðgjafa í slíkum málum. Aðrir eiga við líkamleg vandamál að stríða og þá er oftast hægt að laga þau með annað hvort skurðaðgerð eða lyfjagjöf. Ef karlmaður getur framkallað sáðlát er mögulegt fyrir parið að finna út frjósamasta tímabil konunnar og framkvæma tæknifrjóvgun þá. Oft er mögulegt að framkvæma þetta heima en læknirinn ykkar eða meðferðastofa ætti að geta gefið ykkur ráðleggingar um það hvernig best er að fara að.
Hver hjálpar okkur ef við eigum við vandamál að stríða?
Það er alltaf best að byrja á því að tala um vandamálin. Ef þið talið opinskátt um vandann, þá er mjög líklegt að þið finnið sameiginlega lausn á honum. Þetta er hins vegar oft mjög erfitt umræðuefni. Bara að finna réttu orðin getur verið erfitt og ruglað fólk í ríminu. Oft getur verið gott að leita til félagsráðgjafa eða sálfræðings til að hjálpa til við að leysa vandann ef þörf er á. Leitið til meðferðastofu eða annarra í sömu stöðu til að fá leiðbeiningar um hvert best er að leita.
Höfundur: Alison Murdoch, Bsc. MD., ráðgjafi og kvensjúkdómafræðingur.
Útgefandi: CHILD, National Infertility Support Network, Bretlandi – nú Infertility Network UK
Tilvera, samtök um ófrjósemi
Sigtún 42, 105 Reykjavík kt. 421089-2489 Rnr. 0327-26-000491 [email protected] |
|