Um sæðisframleiðslu
Frá kynþroskaaldri og fram á elliár framleiða karlmenn sæðisfrumur. Upphaflega eru sæðisfrumur einungis æxlunarfrumur og þær breytast stig af stigi þar til fullþroskuð sáðfruma er orðin til. Fruman breytist mikið í lögun, frá því að vera kringlótt og yfir í það form sem við þekkjum öll.
Þroskaferli sáðfrumna, frá æxlunarfrumu til fullþroska sáðfrumu sem getur frjóvgað egg, tekur um 70 daga og eftir að það er hafið er ekki hægt að hafa áhrif á það ferli. Fullþroska sáðfrumur eru mjög sérhæfðar frumur.
Karlhormónið testósterón er aðallega framleitt af sérstökum frumum (svokölluðum Leydig frumum) sem eru staðsettar í eistunum á milli sáðpíplanna, örsmárra pípna þar sem sæðisframleiðslan fer fram. Hormónið örvar þroska sáðfrumanna. Þegar sæðisfrumurnar hafa náð nægum þroska losna frumurnar frá vegg sáðpíplanna og ferðast inn í eistnalyppurnar. Þegar sæðið fer frá eistunum er hreyfanleiki þess enginn. Á þessu stigi getur sáðfruman ekki fundið og frjóvgað egg.
Sæðisfrumurnar ferðast í gegnum eistnalyppuna og tekur það ferðalag um það bil 4-10 daga. Á þeim tíma ná frumurnar enn einu þroskastigi, þ.e. öðlast hreyfanleika, sem er nauðsynlegt ef frjóvgun á að takast. Enn í dag er það vísindamönnum hulin ráðgáta hvað það er sem gerist inni í eistnalyppunni sem þroskar sæðisfrumurnar á þennan hátt. Þegar sáðfrumurnar fara út úr eistnalyppunni eru þær fullþroskaðar og geta frjóvgað egg.
Hvað gerist við sáðlát?
Sæðisfrumur eru geymdar við enda (hala) eistnalyppunnar. Þegar karlmaðurinn verður fyrir kynferðislegri örvun, verða taugaboð til þess að vöðvar við eistnalyppuna dragast taktfast saman. Vöðvasamdrættirnir ýta sáðfrumum frá eistnalyppunni og inn í sáðrásina. Vöðvasamdrættir í sáðrásunum ýta sáðfrumunum áfram í gegnum sáðrásina, frá náranum og bakvið þvagblöðruna og þaðan í gegnum blöðruhálskirtilinn. Þar sameinast sáðrásirnar og leiða inn í þvagrásina. Á meðan ferðalagi sáðfrumnanna stendur eru þær baðaðar í vökva sem kemur frá sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum. Eftir að sáðfrumurnar hafa blandast næringarvökvanum (sáðvökvanum) er talað um sæði. Þegar karlmaðurinn fær fullnægingu lokar blöðruhálskirtillinn fyrir leið þvagsins inn í þvagrásina og sæðið á þar með greiða leið niður síðasta spölinn, þvagrásina.
Þar sem yfir 90% af vökvanum sem er í sáðlátinu er framleiddur af sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum, en ekki af eistunum sjálfum, finna menn sem hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð, þar sem bundið er fyrir sáðrásirnar, oftast nær engan mun á sáðlátinu eftir aðgerðina.
Hormónar karla
Sæðisframleiðsla karlmanna byggist í grunninn á samspili fjögurra hormóna, þ.e. GnRH, LH, FSH og testósteróns. GnRH er skammstöfun á nafninu Gonadotrophin Releasing Hormone (sem útleggst því framandi nafni, leysihormón gulbúskveikju, á íslensku). Það er framleitt í undirstúku heilans. Þegar hormónið berst til heiladingulsins byrjar hann að framleiða stýrihormónin LH og FSH. LH er stytting á Luteinizing Hormone (sem heitir á íslensku gulbússtýrihormón). FSH er stytting á heitinu Follicle Stimulating Hormone (á íslensku heitir það eggbúsörvandi hormón).
LH og FSH eru falla bæði undir flokk svokallaðra gónadotrópinhormóna sem skv. skilgreiningu hafa aðeins áhrif á kynkirtlana, eggjastokka hjá konum og eistu hjá körlum. Eins og nöfnin á þessum hormónum bera með sér eru þau öll miðuð við virkni hormónanna í kvenlíkamanum þar sem fyrrnefnd GnRH, LH og FSH hormón eiga sinn þátt í tíðahring kvenna. Í karlmönnum hafa þessi hormón augljóslega annað hlutverk, að hafa áhrif á sæðisframleiðsluna. LH örvar sérstakar frumur í eistunum, sem heita Leydig frumur, til þess að framleiða karlhormónið testósterón en án þess getur engin sæðisframleiðsla átt sér stað. Hormónin FSH og testósterón vinna svo saman að því að mynda sáðfrumur í eistunum.
Þroskaferli sáðfrumna, frá æxlunarfrumu til fullþroska sáðfrumu sem getur frjóvgað egg, tekur um 70 daga og eftir að það er hafið er ekki hægt að hafa áhrif á það ferli. Fullþroska sáðfrumur eru mjög sérhæfðar frumur.
Karlhormónið testósterón er aðallega framleitt af sérstökum frumum (svokölluðum Leydig frumum) sem eru staðsettar í eistunum á milli sáðpíplanna, örsmárra pípna þar sem sæðisframleiðslan fer fram. Hormónið örvar þroska sáðfrumanna. Þegar sæðisfrumurnar hafa náð nægum þroska losna frumurnar frá vegg sáðpíplanna og ferðast inn í eistnalyppurnar. Þegar sæðið fer frá eistunum er hreyfanleiki þess enginn. Á þessu stigi getur sáðfruman ekki fundið og frjóvgað egg.
Sæðisfrumurnar ferðast í gegnum eistnalyppuna og tekur það ferðalag um það bil 4-10 daga. Á þeim tíma ná frumurnar enn einu þroskastigi, þ.e. öðlast hreyfanleika, sem er nauðsynlegt ef frjóvgun á að takast. Enn í dag er það vísindamönnum hulin ráðgáta hvað það er sem gerist inni í eistnalyppunni sem þroskar sæðisfrumurnar á þennan hátt. Þegar sáðfrumurnar fara út úr eistnalyppunni eru þær fullþroskaðar og geta frjóvgað egg.
Hvað gerist við sáðlát?
Sæðisfrumur eru geymdar við enda (hala) eistnalyppunnar. Þegar karlmaðurinn verður fyrir kynferðislegri örvun, verða taugaboð til þess að vöðvar við eistnalyppuna dragast taktfast saman. Vöðvasamdrættirnir ýta sáðfrumum frá eistnalyppunni og inn í sáðrásina. Vöðvasamdrættir í sáðrásunum ýta sáðfrumunum áfram í gegnum sáðrásina, frá náranum og bakvið þvagblöðruna og þaðan í gegnum blöðruhálskirtilinn. Þar sameinast sáðrásirnar og leiða inn í þvagrásina. Á meðan ferðalagi sáðfrumnanna stendur eru þær baðaðar í vökva sem kemur frá sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum. Eftir að sáðfrumurnar hafa blandast næringarvökvanum (sáðvökvanum) er talað um sæði. Þegar karlmaðurinn fær fullnægingu lokar blöðruhálskirtillinn fyrir leið þvagsins inn í þvagrásina og sæðið á þar með greiða leið niður síðasta spölinn, þvagrásina.
Þar sem yfir 90% af vökvanum sem er í sáðlátinu er framleiddur af sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum, en ekki af eistunum sjálfum, finna menn sem hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð, þar sem bundið er fyrir sáðrásirnar, oftast nær engan mun á sáðlátinu eftir aðgerðina.
Hormónar karla
Sæðisframleiðsla karlmanna byggist í grunninn á samspili fjögurra hormóna, þ.e. GnRH, LH, FSH og testósteróns. GnRH er skammstöfun á nafninu Gonadotrophin Releasing Hormone (sem útleggst því framandi nafni, leysihormón gulbúskveikju, á íslensku). Það er framleitt í undirstúku heilans. Þegar hormónið berst til heiladingulsins byrjar hann að framleiða stýrihormónin LH og FSH. LH er stytting á Luteinizing Hormone (sem heitir á íslensku gulbússtýrihormón). FSH er stytting á heitinu Follicle Stimulating Hormone (á íslensku heitir það eggbúsörvandi hormón).
LH og FSH eru falla bæði undir flokk svokallaðra gónadotrópinhormóna sem skv. skilgreiningu hafa aðeins áhrif á kynkirtlana, eggjastokka hjá konum og eistu hjá körlum. Eins og nöfnin á þessum hormónum bera með sér eru þau öll miðuð við virkni hormónanna í kvenlíkamanum þar sem fyrrnefnd GnRH, LH og FSH hormón eiga sinn þátt í tíðahring kvenna. Í karlmönnum hafa þessi hormón augljóslega annað hlutverk, að hafa áhrif á sæðisframleiðsluna. LH örvar sérstakar frumur í eistunum, sem heita Leydig frumur, til þess að framleiða karlhormónið testósterón en án þess getur engin sæðisframleiðsla átt sér stað. Hormónin FSH og testósterón vinna svo saman að því að mynda sáðfrumur í eistunum.