Tilvera: Reynslusögur einstaklinga með ófrjósemi
Tilvera er samtök sem veita stuðning, fræðslu og úrræði fyrir einstaklinga og pör sem glíma við ófrjósemi. Tilvera staður þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og fundið stuðning. Við erum hér til að hjálpa þér að finna leiðir til að takast á við ófrjósemi og veita þér dýrmæt úrræði.


Sögur
Ófrjósemisvegferðin
Saga 1
Fórum í okkar fyrstu glasafrjóvgunarmeðferð feb. 2021 eftir að hafa reynt heima í nokkur ár. Fórum í 4 eggheimtur á einu ári hér heima þar sem lítil sem engin frjóvgun varð þrátt fyrir fullt af eggjum. Hvert skipti sem ekki frjóvgaðist neitt fundum við fyrir meiri og meiri vonleysi. Vorum komin á endstöð þegar við ákveðum að fá annað álit og fórum til Grikklands í meðferð. Þar enduðum við með 4 fóstuvísa í frysti við fyrstu tilraun. Því miður hefur það ekki tekist enn og við stefnum að fara núna á okkur sjöttu meðferð á næsta ári. Erum jákvæð áfram að þetta mun á endanum ganga og finnst vonin vera komin á ný.
Saga 2
2005 byrjum við að reyna að eignast börn og fóru næstu 10 árin í glasa, smásjar, og allt tilheyrandi með tilheyrandi kostnaði…..2015 eignu við barn í gengum fóstukerfið….2018 verð ég óvænt ólétt, 2020 líka og svo aftur núna sept. 2020….
Engin aðstoð og ekki neitt.
Saga 3
Okkar vegferð telur þrettán ár og byrjar á utanlegsfóstri. Ég missi eggjaleiðara og verð í kjölfarið staðráðin í að eignast barn. Það gekk ekki eins vel og ég hafði vonað þrátt fyrir ungan aldur. Ég greinist með PCOS sem setur strik í reikninginn í glasameðferðum. Örvunarferlið var alltaf erfitt. Stundum komu of fá egg og stundum alltof mörg. Svo mörg að ég lendi tvisvar sinnum í oförvun og varð mjög veik. Þrátt fyrir að mikið af fósturvísum varð ég annað hvort ekki ólétt eða missti fóstur á 5. -14. Viku. Við fórum því í frekari rannsóknir hérlendis og erlendis og komumst að því að vandamálið væri margþætt. Þegar ég byrjaði í meðferðum á Íslandi sagði læknirinn að glasa væri eins og að kasta teningi. Við ættum alltaf líkur á að fá sex. Því er ég ósammála. Okkar vegferð hefur verið meira eins og púsluspil. Við komumst skrefi nær með hverri tilrauninni og aðstoð frá góðu fólki sem hjálpar okkur að finna og laga vandmálin. Ég fékk því loks að ganga með og fæða heilbrigt barn eftir fjölmargar meðferðir og fósturmissa á þessu ári. Í dag eigum við fjögur dásamlega börn, þrjú sem við gengum með í hartanu og eitt í leginu. Heppin!
Saga 4
Við leituðum aðstoðar þegar við vorum 24 ára. Kom í ljós að við þurftum á hjálp að halda. Við vissum ekkert út í hvað við værum að fara og hófst glasameðferð sem að heppnaðist í fyrstu tilraun. Eftir 2 ár fórum við að reyna aftur en það gekk ekki eins vel. Fórum við í tvær heilar smájármeðferðir en í seinni meðferðinni náðust 3 fósturvísar í frysti. Uppsetning á þeim tókst í síðustu tilraun. Eftir að hafa fundið að við vildum þriðja barnið fórum við strax að kanna möguleika erlendis því við vildum prufa þann kost. Við flugum því til Grikklands í heila meðferð sem heppnaðist ekki. Eftir það var sumarfrí þar en við vildum ekki láta það stoppa okkur og því fórum við til Spánar í meðferð sem heppnaðist ekki. Aftur leituðum við til Grikklands í heila meðferð sem heppnaðist. Við áttum fósturvísa í frysti og fórum á þessu ári í uppsetningu sem ekki gekk. Vegferðin okkar var mjög erfið, með alls konar rannsóknum, mismunandi lyf, allskonar aðgerðir, hár kostnaður, ráðleggingar fagfólks voru ekki alls staðar eins og þetta tók virkilega á, mikil sorg og vonleysi. Við erum þó virkilega þakklát fyrir þessa ófrjósemis vegferð sem við höfum þurft að fara til að eignast kraftaverkin okkar þrjú.
Saga 5
Sjokkið var mikið þegar við fengum að vita að við þyrftum aðstoð við að eignast barn. Við tók tími kvíða og hræðslu, tími sem hefur markað okkur fyrir lífstíð og breytt okkur á svo margan hátt. Reynslan hefur líka styrkt okkur og gefið okkur svo ótal margt. Við fundum það fljótt að það hjálpaði okkur að vera opinská og hreinskilin með það sem við vorum að ganga í gegnum. Meðferðirnar urðu svo stór partur af lífi okkar og okkur fannst ógerlegt að deila þeim ekki með fólkinu sem stóð okkur næst. Við kynnumst líka fólki í svipaðri stöðu sem skiptir gríðarlegu máli, það er svo gott að vita að maður er ekki einn. Eftir 3 heilar glasameðferðir, 5 uppsetningar og einn fósturmissi kom dóttir okkar loksins í heiminn, heilbrigð og fullkomin, og síðan þá hefur allur okkar kraftur farið í að veita þessari litlu dásemd allt það besta sem við getum boðið henni. Við vitum nefnilega það er svo sannarlega ekki sjálfsagt að við séum í þeirri stöðu. Við misstum samt aldrei vonina og trúna á að þetta myndi ganga, við ætluðum að halda áfram þangað til þetta myndi heppnast. Þrátt fyrir endalaus vonbrigði og sorg var aldrei efi í huga okkar um að við yrðum foreldrar.
Saga 6
Við erum par á aldrinum 35 ára og höfum verið í frjósemismeðferðum í 5,5 ár. Við byrjuðum snemma í sambandinu að reyna þar sem ég hafði misst eggjastokk og leiðara 25 ára gömul vegna blöðru útfrá PCOS. Við byrjuðum að fara í 2 tæknisæðingar sem gengu ekki. Síðan fengu við að fara í glasameðferð hjá Livio og við vorum full af von og gleði þar sem við bjuggumst við að það myndi takast sem fyrst. Það reyndist ekki vera og í fyrstu eggheimtu kom engin egg, við upplifðum mikla sorg og reiði. Við fórum síðan í 3 aðrar meðferðir og fengum 6 egg og alltaf eitt upp og eitt í fyrsti. Allar þær meðferðir tókust ekki og við vorum orðin svartsýn á að þetta mun takast. Við ákváðum að fara í gjafaegg og fórum á lista í meira en 1 ár. Ekkert fréttist og ´síðan fengum við gjafaegg frá yndislegri vinkonu og úr því komu 2 fósturvísar sem voru settir upp og því miður tókst ekki þær uppsetningar. Við ákvöðum að hætta hjá Livio þar sem þau vildu ekki gera frekari skoðanir á af hverju þetta tókst ekki. Síðan á milli tímanum urðum við spontant ólétt heima en í 6 viku kom í ljós utanlegsfóstur. Eftir það var pása og síðan var ferðinni haldið til Grikklands í Serum í rannsóknir. Við fórum í eina meðferð með eigin frumur á þessu ári sem tókst ekki og fengum síðan gjafaegg og gjafasæði og úr því komu 7 fósturvísar. Við höfum farið 2var aftur Grikklands og sett tvisvar sinnum tvo fósturvísa með allskonar auka eins og Intralipids, stera og embryo glue. Þær meðferðir voru einnig neikvæðar og síðasta í september. Okkar vegferð er því miður ekki auðveld og ansi erfið go hefur kostað yfir 5 milljónir sem sjúkratryggingar taka ekki þátt í að borga. En við erum ekki búin og höfum enn trú að barnið okkur kemur einn daginn bara hvenær. Vil minna alla sem lesa þetta að knúsa börnin sín og muna að það getur verið erfitt fyrir sumar að verða foreldrar og sumir eignast aldrei börn þó þau hafa reynt allt. 1 af 6 glíma við ófrjósemi
Saga 7
Ófrjósemis saga okkar byrjaði árið 2015 er við fengum utanlegsfóstur þar sem annar eggjaleiðarinn var tekinn. Fyrir það eigum við eitt barn. Síðan við byrjuðum meðferðir 2017 höfum við farið í 5 meðferðir á Íslandi, engin þungun, engin frjóvgun, rússíbani með jákvæðu, neikvæðu, jákvæðu, blæðing, hækkuðum gildum í blóðprufu, aftur blæðingum en engu fóstri í snemmsónar. Engin örvun í næstu og jákvætt próf en strax blæðing (chemical þungun). Við höfum alltaf fengið fá egg og aldrei neitt í fyrsti. Í millitíðinni í þessu ferli hér heima leituðum til Vista Hermosa þar sem mælt var með egggjög vegna AMH sem var langt undir einum en reyndist svo vera röng mæling ( tækið bilað). Einnig höfum við látið fjarlægja hinn eggjaleiðarann þar sem talið var að hann væri til trafala. Við höfum farið í hysto og fleiri rannsóknir til Serum sem sýndu rugl á örveruflóru í legi. Meðferðin sem við fórum í hjá Serum var mikill rússibani frá því að ganga illa, ganga vel, jákvæðar fréttir í að ná aldrei í uppsetningu og leiddi til að næsta skref er að reyna bæta eggjagæði mðe PRP meðferð og náttúrulegum hring.