Skilgreining á ófrjósemi er að hafa reynt að eignast barn í eitt ár eða meira án þess að þungun hafi orðið. Einn af hverjum sex er í þessum sporum. 


Fyrsta skrefið
:

Að tala við sérfræðing, frjósemisstofu eða kvensjúkdómalækn tiil að meta hvað veldur, vandræðum við barneignir. Kvensjúkdómalæknirinn gæti vísað ykkur beint til frjósemisstofu. 


Annað skrefið:

Rannsóknir hjá lækninum. Rannsóknir eins og blóðprufa sem mælir hormónastarfsemi, ómskoðun á legi og eggjastokkum og sæðisrannsókn eru fyrstu rannsóknir sem eru gerðar. Í einhverjum tilfellum gæti þurft frekari rannsóknir eins og HSG rannsókn til að skoða hvort eggjaleiðarar eru opnir, leghálsspeglun eða kviðarholsspeglun áður en meðferð er hafin. 


Þriðja skrefið
:

Velja meðferðarúrræði. Í einstaka tilfellum er lyfjamerð til að örva egglos nóg.  Í flestum tilfellum ef fólk hefur reynt lengi heima er glasafrjóvgun (IVF) eða smásjárfrjóvgun )ICSI) fyrsta skrefið. Í þeim meðferðum er konan örvuð með hormónasprautum, egg sótt og frjóvguð með sæðinu. Annað hvort þar sem sáðfrumurnar synda sjálfar að eggjunum (IVF) eða sáðfrumu er stungið í eggin (ICSI). Meðferðirnar taka á bilinu 2- 4 vikur.  Það er einstaklingsbundið hve vel meðferðin gengur en að jafnaði verður þungun í 30-35% meðferða hjá sjúklingum undir 39 ára (fengið af livio.is).



Fjórða skref
:

Í einhverjum tilfellum dugar hefðbundin glasameðferð eða smásjárfrjóvgun ekki og þá hægt að fá Egg- eða sæðisgjöf.Einnig er hægt að skoða ættleiðingar eða verða fósturforeldri ef þú vilt skoða aðra möguleika. 



Fimmta skref:

Ófrjósemi er erfitt ferli og gott getur verið að leita til leita annara um málefnið. Tilvera heldur úti facebook hópum og mánaðarlegum kaffihúsaspjöllum eru stuðningshópar fyrir fólk sem glímir við ófrjósemi. Einnig getur verið gott að ræða við sálfræðing sem sérhæfir sig í ófrjósemi. 



Skref fyrir skref