Íslenskar frjósemisstofur

Stofur sem hægt er að leita til hérlendis

Íslenskar frjósemisstofur

Livio Reykjavík hóf starfsemi sína í febrúar 2016. Fyrirtækið var sett á laggirnar af íslenskum sérfræðingum með áralanga reynslu af rannsóknum og meðferð á ófrjósemi. Livio Reykjavík er hluti af Livio samsteypunni sem er í forystu á sviði glasafrjóvgunarmeðferða á Norðurlöndunum.

Sunna veitir fólki í frjósemisferli framúrskarandi þjónustu með áherslu á hlýju og samkennd og vill stuðla að góðu aðgengi að frjósemisþjónustu. Sunna frjósemisstofa var stofnuð með það að markmiði að veita fólki í frjósemisferli þá þjónustu sem þau þurfa með áherslu á hlýju, samkennd og fagmennsku.