Styrktarsjóður Tilveru

1

Hver getur sótt um?

Allir Félagsmenn Tilveru sem greitt hafa félagsgjald og hafa farið í óniðurgreidda glasa- eða smásjármeðferð á tímabilinu sem er tiltekið. Skilgreining á óniðurgreiddri glasa- eða smásjármeðferð: Heil meðferð þar sem ríkið tekur ekki þátt í að niðurgreiða, ss meðferð númer 5 +. Ekki er átt við uppsetningu á frystum fósturvísum. Þeir sem hafa ekki áður fengið styrk frá félaginu á árunum 2021 og 2022.

2

Umsóknartími

Umsóknir eru opnar frá 29. febrúar til 21. mars 2024. Dregið verður 9. apríl í húsnæði Tilveru, Sigtúni 42, 105 Rvk.

3

Hvernig á að sækja um

Fylla þarf út þetta eyðublað til að sækja um: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdmP3-BWnhJHt6vS2t8l8Jez6TQJ75ZxtWKiGDKTkw0RcOqLg/viewform?usp=sf_link

4

Styrkúthlutun 2022-2023

Tilvera hlaut styrk frá nafnlausum aðila sem mun fara í sjóðinn að þessu sinni. Þessi úthlutun verður fyrir tímabilið 15. mars 2022 til 31. desember 2023 og veitt verður fjórir styrkir að þessu sinni.